Ég er 13 ára stelpa (að verða fjórtán) og ég hef alltaf verið með mjög liðað hár. Það stendur stundum allt út í loftið og ég hef ekki oft verið ánægð með það. Einu sinni prófaði ég að slétta það með mjög góðu sléttujárni og það varð rosalega flott og fór mér miklu betur. Enda sögðu allir það við mig að þetta væri miklu flottra. Og ég er að pæla hvort það er einhver sem getur gefið mér ráð sambandi við að hafa það alltaf svona. Ég er ekki að tala um að slétta það á hverjum degi því það væri ekki hægt það tók nefninlega meira en hálftíma að slétta það. Vinkona mín sagði að það væri hægt að setja einhvernskonar efni í það á hárgreiðslustofu til að festa það. Hún sagði að þetta væri eins efni og fólk notar til að gera permanett. En fer það ekki illa með hárið? Vill einhver gefa mér gott ráð því ég er frekar ósátt við liðaða hárið mitt eftir að hafa séð mig með slétt.
Kveðja