Litað hár ?
Í sambandi við hár nú til dags, þá verð ég nú bara að segja það að það er ekki sjaldan sem aðmaður sér þetta típíska ljóslitaða hár, og þessar brúnu rætur undan við geislandi ljósa litnum.. mér finnst persónulega.. þetta ægilega ljótt þegar stelpur lita hárið sitt svona. Þá meina ég það að hárið verður einhvernvegin alveg dautt ! Gjörsamlega allt lífið fjarað út af því. Það nýtur sín jú alveg í þokkalegan tíma eftir að maður er búin að lita það og kemur kannski alveg ægilega vel út.. en óþarfi segi ég. Sumar stelpur byrja t.d. að lita hárið sitt ofboðslega snemma, finnst það bara allt í fínasta lagi en svo byrjar vandinn hjá þeim vegna þess að auðvitað þarf að lita það aftur og aftur til þess að dauði liturinn skelli ekki á það. Sem kemur í sannleika sagt alltaf einhverntímann inni á milli. En ef maður heldur kannski sínum ágæta lit þá lendir maður ekkert í svona pukri. Ég skil svosem alveg fólk sem vill smá tilbreytingu, en mér finnst að fólk eigi að halda sínum lit og ekkert vera að lita það og eitthvað vesen. Ég tala nú ekki um fólk sem er með fallegan lit fyrir það á nú bara að láta það gjörsamlega eiga sig! :)