Komiði sæl öll eg er hér til að biðja ykkur um álit.

Ég er á öðru ári í framhaldsskóla og ég var á árshátíð um daginn í skólanum, sem var ekki líkt mér því ég fer yfirleitt aldrei á böll eða neitt, en allavega ég fór náttúrulega kjól og svoleiðis en mér illa þar. Ég er 160 á hæð og 55kg og mér finnst eg vera svo feit en ég veit ég er ekkert rosa feit en nóg þannig að eg reyndi alltaf að vera með hendurnar fyrir maganum á mér. Vínkonur mínar voru allar í þannig kjólum að það sást í magann á þeim og mér leið bara illa. Hvað á ég að gera?? ég hef reynt að grenna mig en það virkar ekki eða erfiðast er að hætta drekka gos og borða nammi og allt þetta en svo segja allir “nei þú ert ekkert feit” en mer finnst voða erfitt að trúa því, því það segjir enginn að maður sé feitur eða hafi fitnað. En þegar manni líður illa þá finnst mér það orðið slæmt, mér finnst ég ekki getað gengið í þröngum fötum lengur.

Ef þið eruð með einhver ráð þá endilega svarið mér.

Kveðja Kelly