Gallabuxur
Gallabuxur eru frekar algengar nú til dags og þá einnig af merkinu diesel.
Fyrstu gallabuxurnar sem komu opinberlega á markaðinn voru ekki eins og þær sem sjást í búðargluggum á gangi niður Laugarveginn nú á tímum. Þær höfðu þetta stórfenglega mittissnið sem gerði það að þær náðu upp í mitti ef ekki lengra. Rassvasarnir á þeim voru einnig frekar stórir og mætti segja að þeir hafi fyllt næstum allt plássið sem var aftan á buxunum.
Gallabuxurnar sem við kjósum að ganga í núna eru oftast á mjöðmunum eða aðeins neðar. Þær hafa einnig flóknara snið og eru oftast útvíðar að neðan, en það vekur líka ákveðið “look”.
Það er ekkert að marka það þegar þú flettir í gegnum tískublað og sérð þessa þvengmjóu og hávöxnu stúlku í einhverjum gallabuxum sem myndu örugglega klæða þig. Það fer eftir líkamsbyggingu hvers og eins, hvernig föt fara manni vel og það fer ekki öllum vel að vera í þröngum buxum og heldur ekki öllum að vera í víðum buxum.
Þegar þú ferð og kaupir þér föt er ekki alltaf gott að hlusta á vininn sem segir manni að maður sé fínn í þessu, ef maður fílar sig einhvernveginn ekki sjálfur í þessum fötum. Það á bara að máta fötin, líta í spegil og finnaþað út hvernig manni líður í þessari flík, en ekki bara hlusta á vröflið og hrósið í öðrum.