Þið getið kíkt inn á ‘Fræga fólkið’ þar sem ég sendi inn mynd af Avril Lavigne ómálaðri. Og ef þið skoðið myndina sem var þar á undan af Britney Spears einnig ómálaðri má sjá að þessar mannseskjur eru ekki jafn slípaðar og Britney er ekki með þessa fallegu brúnu húð eftir allt. Þetta er allt fiksað í tölvu áður en þetta er sent út og nú fengum við bara að sjá hversu mikil breyting verður á þeim og að Britney er einfaldlega eins og allir aðrir. Ég breytist við að mála mig og er sátt við það, vildi bara benda á þetta, því að sumar stelpur reyna að gera allt til að líkjast þessum stelpum og þetta minnkar bara sjálfsálit þeirra. En með þessari tækni eru allir með Barbie andlit í sjónvarpi:)