ég á eitt gufusléttujárn sem ég keypti úti, og mér finnst það ekki gott,ég er kanski búin að nota það svona 3 sinnum, mér finnst það bara krulla og fíra á manni hárið:/ ég á núna 5 sléttujárn og það eina sem virkar er svart klemmusléttujárn, það er dáltið stærra en svona venjulegt, sem ég keypti út á portúgal. Ég er með liðað og krullað hár sem ég var venjulega 30-40 mínútur að slétta með venjulegu sléttujárni, en með þessu svarta nýja er ég bara 5-7 mínútur, ótrúlegt en þetta er alveg satt!! Það verður samt svo heitt að ef ég rek það í eyrað eða ennið þegar ég er að slétta það þá fæ ég brunasár:( og er með rauðan blett í 3-4 daga:( en maður passar sig bara:) alveg magnað:)