Fyrir skömmu síðan var í póstkasssanum mínum bæklingur frá nýju skófyrirtæki, mjög flottir skór. Ég fór í þessa nýju skóbúð í dag sem er í Mörkinni og heitir UN, þar voru skór í mjög miklu úrvali, strigaskór, stígvéli, spariskór og fleiri í virkilega æðislegum litum og voru heldur ekki dýrir. En málið er að ég sá mér skó sem ég vildi máta voru bara ekki til, þessir skór voru bara sýnishorn af skóm ásamt flestum skónum í búðinni sem koma kannski ekki fyrr en í janúar og sumir í vor.
Mér finnst ferlega fúlt að það sé verið að senda bæklinga út í hús og svo drattast maður þangað en fer bara í fýluferð.. Allavega varð ég ferlega spæld því að ég sá svo flotta skó þar en þeir koma allavegana ekki á næstunni!
En þessi skóbúð, það er að segja þegar skórnir allir koma þá er þessi búð æði flott og ódýr.
Hefur einhver önnur/annar farið í þessa búð?