Konur og nærföt !
Þetta er ótrúlegt með konur, þær virðast hafa nærföt á heilanum, að hugsa sér t.d. sérstök nærföt bara fyrir brúðkaup ! Er þeim hent á eftir eða kannski innrömmuð eða látin erfast ?
Nokkur önnu dæmi; Gömul kærasta hafði alltaf hreinar nærbxur í hanskahólfinu til að vera í hreinum nærum ef hún lenti í bílslysi. Hér vanataði aðeins lógík, t.d. ef hún slasaðist hvernig ætti hún að komast í nýju nærurnar og eins og sjúkraliðið væri ekki að spá í e.h. öðru ! Í blaði um daginn var konum bent á að vera í góðum/fínum færfötum því þá liði þeim betur og yrðu öruggari með sig og fengju frekar kauphækkun ! Og í frístudnum fara jafnvel saumaklubbar saman að kaupa nærföt, er það ekki soldið sick ?
Nýjasta nærbuxnatískan er kominn út í öfgar með G-strengnum, örugglega óþægilegt, er það ekki ?, og svo er víst hætta á sýkingum af þeim. Verst er þegar smástelpur telja sig þurfa að vera í þessi til að fitta inn og verða ekki fyrir einelti.