Já ég er fyllilega sammála þér ekla!! það hefur reyndar lagast núna eftir að ég elltist, þegar ég var svona 12-13 þá var ég að klikkast á frændum og frænkum. Ég er að vera 15 núna, og það eru margir strákar að vera stærri en ég eða eru þegar orðnir það. Ég skil það samt alveg að það sé líka geðveikt pirrandi að vera lítil því að það eru alltaf allir að tala um að það sé svo flott að vera stór og svoleiðis. Og ég verð ekki næstum eins pirruð þegar einhver sem er virkilega lávaxin segir að ég sé stór og hana langi að vera jafn stór og ég því að það sé svo vont að vera lítil því að henni finnist það geðveikt leiðinlegt í alvörunni. En það sem ég þoli ekki eru stelpur sem eru kannski frekar litlar en ekkert of… og þær segja: “vá þú ert svo stór og ég er svo lítil og svo brosa þær, geðveikt ánægðar með að vera litlar, eða gera sig minni en þær eru því að þeim langar að vera svo litlar. Ég þoli þetta ekki. Eins og eitthver stelpa skrifaði hérna fyrir neðan, ”ég er bara 161cm og það er alveg nóg fyrir mig, rosalega eru allir hérna eitthvað stórir.“ hún skrifaði einhvað svona. persónulega myndi ég ekki vilja vera bara 161 og stækka ekkert meir. en hvað með það þó að það séu einhverjir hérna svona ”rosalega" hávaxnir. það er allavegana ekkert til að hneykslast á.