Bráðum koma blessuð jólin…..

Í minni fjölskyldu þá var sú hefð að maður fékk alltaf eitthvað nýtt. Oftast þegar maður var lítil þá fékk maður glæný jólaföt svo maður færi nú ekki í jólaköttinn. Enn í dag þá held ég í þessa hefð, ég reyndar get ekki keypt mér ný föt fyrir hver jól en þá hef ég oftast keypt eitthvað smá þannig að ég sé í einhverju nýju hvort sem það er sokkar eða eitthvað annað. Mér finnst þetta mjög skemmtileg hefð og kom til svo maður færi ekki í jólaköttinn.

Er einhver svona hefð hjá ykkur?