Sæll, Frjáls.
Það sem ég vil að verði gert ER ekki bara út í hött, en þér finnst það.
Þú segir að það sé enginn að neyða mig til að lesa þessi blöð og að það sama gildi um sjónvarpsdagsskrár og sjónvarpsstöðvar.
Svar: Ég fæ fullt af blöðum og bæklingum einfaldlega inn um lúguna hjá mér á hverjum degi og það er margt í þessum blöðum sem ég hef áhuga á að vita en það að sjá niðurlægjandi myndir að óþörfu þegar maður er að fletta þessum blöðum, af fúsum og frjálsum vilja, finnst mér vera algjör óþarfi. Ég get ekki flett þessum blöðum og verið viss um það að sleppa við þessar myndir, þannig að frelsi mitt er skert ef ég vil ekki sjá niðurlægjandi myndir en vil fá ýmsar aðrar upplýsingar úr blöðunum eða sjónvarpinu, ekki satt? Þannig að lausnin sem þú bentir mér á, að fletta bara á næstu síðu, dugar ekki.
Svo sagðir þú:
Þó svo þetta sé komið út klám að þínu mati er þetta langt frá því að vera klám að mati laganna. Klám er bannað en klám er allt annar hlutur að almennu áliti heldur en það sem þú telur.
Svar: Hvert er mat laganna á klámi? Það vantar skilgreiningu og þess vegna er fullt af klámi í umferð sem annars væri hægt að stöðva og fyrirgefðu, er þitt álit á klámi mikið almennara en mitt? Hvernig veistu það? Mér finnst að það sem niðurlægir konur, karla eða börn með kynlífsóróum eða nekt eigi ekki að líðast og mér finnst tilgangslaust að leyfa það. Hvers vegna finnst þér það svona röng skoðun eða langt frá ,,almennu áliti“?
Svo sagðir þú:
Þú vilt ekki sjá þetta, ekki horfa á þetta. Svar: sama og fyrr, ég kemst ekki hjá því nema að fórna miklum hluta af eðlilegu lífi.
Vilt ekki að börnin þín sjái þetta, ekki gefa þeim tækifæri til þess.
Svar: Það er ekki hægt að vakta börn lengur nógu mikið til þess að þau sjái þetta ekki, því að þetta er alls staðar, því miður, en ef þú vilt hjálpa mér að gefa þeim ekki tækifæri á því, þá er sú hjálp mjög vel þegin.
Þú getur ekkert gert í því að foreldrar þínir sjái þetta, þau vita án efa að það er ekkert að því að vera nakin/n eða léttklædd/ur og að brjóst, píka eða typpi er ekki = klám.
Svar: Foreldrar mínir eru nú líklegra nær mér í skoðunum á klámi en þú og þau geta alveg túlkað ýmsa nekt og kynfæri sem klám. Ég veit ekki hvaða skoðanir foreldrar þínir hafa á klámi og ætla ekki að reyna að giska á það hér. Stundum held ég að ,,almenningsálitið” geti verið sammála því að myndir af píku, typpi eða brjóstum SÉ KLÁM.
Næsta málsgrein þín:
Síðan væri líka rétt að koma þessu máli rétt frá sér víst þú ert að því annað borð.
Spurning: Veist þú hvað er rétt spurning og hvað ekki?
Það eru tískusýningar sem koma því í kring að hægt sé að taka svona myndir, ef þér finnst eitthvað ósiðlegt eða finnur að því sem gerist á þessum tískusýningum ekki kenna myndatökumanninum um. Eða hvað kennirðu myndatökumanninum um í hvert skipti sem þú sérð lélega kvikmynd?
Svar: Vá, þvílík hugmynd. Ég var að vona að þeir sem læsu greinina mína gætu séð það, að þeir sem taka bara það versta út úr einhverri heild eru í raun að brengla heildina og ef það er gert í hvert einasta skipti, þá er sýn þeirra, sem aldrei sjá heildina, orðin mjög brengluð. Er þetta skýrara? Skilurðu mig núna?
Ég er ekki fyrir tískusýningar, mér finnst þær óþarfar en ég held að það sé möguleiki á því að hafa einhverjar tískusýningar sem eru til þess að gleðja og koma með nýjar og skemmtilegar hugmyndir um klæðnað og myndi ég að sjálfsögðu vilja að tískufrömuðir myndu sleppa öllu ósiðlegu, en svo virðist sem það veki mesta athygli hjá fjölmiðlum.
Kvikmyndatökumenn ráða minnstu um það af hverju þeir taka myndir í kvikmyndagerð, ég held að það séu frekar handritshöfundarnir og leikstjórar sem ráða myndefninu.
En skemmtileg samlíking hjá þér engu að síður.
Að lokum sagðir þú:
BTW seinast þegar ég heyrði kvenmann vera kvarta yfir léttklæddum módelum var það feministi sem hafði ekkert af eiginleikum módelsins ef þú veist hvað ég á við.
Svar: Ekki mjög sterk rök. Konur eru mismunandi í útliti, það eru ekki allar konur eins og módel í útliti og reyndar fæstar og ef þú myndir hitta módel úti á götu, án alls farðans og undirbúningsins, gætir þú alveg misreiknað þig og haldið að þessi kona gæti bara alls ekki verið módel. Feministar líta einnig mjög mismunandi út, feministar eru ekki bara allar fallegustu konurnar og heldur ekki bara allar ófríðustu konurnar, heldur öll breiddin.
Ef þú vilt vita eitthvað um mitt útlit þá er það bara nokkuð gott, takk fyrir ;)
Ég get bara sýnt þér það ef þú vilt en það verður ekkert klám, skal ég segja þér, hahaha.
Það væri kannski gaman að ræða þessi mál augliti til auglitis.
Kær kveðja,
Blomster.
P.s. ég vil minna á neikvæðar afleiðingar tískusýninga, módela og kláms. Þær leiða til þunglyndis, kvíða, anorexíu, búlemíu hjá mörgum stúlkum og jafnvel drengjum.