Já það er þannig að nú eru ekki lengur til neitt sem heitir stereótýpa, heldur er þetta eiginlega komið út í flokka. hommar, strákar og stelpur eru dæmi um eina tegund af svona flokkun. Svo eru líka hinar vinsælu flokkannir: mh, verzló, iðnskóli, mr, kvennó, ms. Og fleira… ég stend mig oft af ví sjálf að flokka fólk einhvernveginn. Segi óvart við einhvern að allir í Verzló séu ömulegir og allir í MR séu nördar. En þannig er það nú ekki. ég þekki fullt af venjulegu fólki sem er í verzló, og nörda þar, og svo auðvitað snobbið… og mh týpurnar se óvart fóri í VÍ. Svona er þetta bara. Það er í raun asnalegt að flokka svona hluti. Hluti eins og fólk, tónlist og fleira á ekki að flokka… en við gerum það samt.
Allavega, komin aðeins út fyrir efnið. ef að það er verið að flokka þig i flokk sem þú telur þig ekki eiga heima í getur þú
a) látið það sem vind um eyru þjóta og horft fram hjá því. Bara hætt að pirra þig á því.
b) farið og barið alla sem eru að flokka þig í klessu. ég mæli samt ekki með því ef þvú vilt halda lífi.
c) barist á móti því. reynt að afsanna það.
d)flúið frá vandamálinu. skipt um skóla/vinnu. flúið land
sjálf notaði ég bara a og það virkaði með mig. þegar ég fór að hafa gaman af mínum göllum og gera grín af þeim sjálf hætti ég að taka þá nærri mér. en það getur vel verið að það henti ekki öllum að gera nota þann möguleika. sumir vilja berja gaurinn sem er að bögga hann… aðrir flýja.
en allaveganna, nú er ég hætt ef ég á einhverntíman að geta vaknað á morgunn til að fara og pakka flugeldum….
góða nótt