Fyri nokkru síðan fór ég merð vinkonu minni í Kringluna og við vorum að skoða föt. Það var u.þ.b vika þangað til að vinkona mín átti afmæli svo að ég fór með það hugarfar að ég skyldi nú reyna að finna út hvað það var sem vinkona mín vildi fá í afmælisgjöf.
Við fórum inn í 17 (verslun sem ég versla aldrei í vegna þess að mér finnst verðið of hátt!)
Þar sér vinkona mín þessa ótrúlega einföldu peysu, sem henni langaði svo ótrúlega í. Loksins tækifærið sem ég hefði beðið eftir, ég gat bara saumað handa henni svona peysu í afmælisgjöf, var það sem ég hugsaði, sniðið var svo ótrúlega auðvelt!
Vínkona mín mátaði peysuna, og hún var svo ánægð og hún vildi kaupa hana strax. Ég sagði þá við hana að ég gæti nú bara saumað handa henni svona peysu og gefið henni í afmælisgjöf, það mundi ekki kosta mér mikinn pening hún mundi spara 5000krónurnar sem peysan kostaði og ég væri komin með þessa fullkomnuðu afmælisgjöf sem væri líka mjög persónuleg gjöf frá mér, þar sem ég hafði saumað hana. Ég var svo ánægð með hugmyndina, en neei, ekki var hún vínkona mín sammála. Málið var að hún vildi fá peysuna núna! Hún gat ekki beðið í að mestalagi 5 daga sem það mundi taka mér að sauma svona peysu.
Þar sem það var ekki mitt vald að velja hvort vínkona mín ætti að kaupa þessa peysu þá mótmælti ég ekki ákvörðun hennar. Þegar hún síðan átti afmæli þá gaf ég henni mjög fínt hálsmen, sem því miður ekki uppfylti kröfur mínar varðandi afmælisgjöf, en ég vissi ekki hvað hún vildi annað fá.
En ég spyr lesendur góðir, hvað er málið er e-ð af því að ganga í heimasaumuðum fötum, þegar þú getur sparað þér þvílíkan pening! Eða er málið að maður á að kaupa sér dýrustu fötin, bara vegna þess að þau eru dýr!