1,2,3,4,5 fitufellingar
Mér finnst það persónulega mjög leiðinleg umræða sem maður verður stundum var við, þegar verið er að tala um þá sem eru í yfirstærðum í sambandi við það að þeir megi ekki klæða sig í þröng eða aðskorin föt. Það er alltaf talað um fitufellingarnar og rassana sem standa út í loftið!!! 1,2,3,4,5….fitufellingar osfrv. Afhverju ætti þetta fólk, sem er með stóra rassa og 10 fitufellingar ekki að fá að klæða sig í þröng föt ef það vill?? Ef þessu fólki líður vel og það er sátt við sjálft sig þá finnst mér bara ekkert að þessu. Það er oft ekkert skárra að sjá stórvaxið fólk í einhverjum hólk víðum fötum sem þau telja að feli aukakílóin. Gallinn er sá að fólk er allt of upptekið af því hvernig það lítur út og það reynir að fara eftir þessum stöðluðu stærðum sem einhverjir kallar útí heimi eru búnir að ákveða að allar konur eigi að fara eftir. Þetta er bara fáránlegt og mér finnst að fólk eigi að vera ánægt með það hvernig það lítur út og sátt við sjálfan sig. Þá líður manni svo miklu betur. Ég dáist að því fólki sem þorir að klæða sig eins og það vill, þrátt fyrir 10 eða 15 fitufellingar og rass sem nær yfir hálft herbergið!! Ef þeim líður vel, þá er það bara gott mál.