Sælir hugarar!
Veit ekki alveg hvort ég sé á réttum stað með þessa grein en ég hef lengi staðið í mikilli baráttu við hárið á mér! Það er stíft! og það er asnalegt vaxtarlag á því, það vex svo leiðinlega á hliðinni!
Þetta myndi ég vilja laga með einni lítilli aðgerð sem jahh… ætti nú að vera hægt að framkvæma :)
En sko, til þess að ég yrði alveg sáttur yrði að taka þetta hár af hliðunum og láta það ALDREI aftur vaxa meir! Og svo láta hárið verða mýkra og linara en það er! OMG! þetta eru eins og títuprjónar!
Og þá kemur spurningin, Hvar er hægt að láta laga þetta og hvað ætli þetta kosti mig mikið?
ég er mjög mikið búinn að vera að pæla í þessu en held að þetta eigi eftir að kosta dálítinn pening eins og allt sem tengist eitthvað þessu!
Ég myndi helst vilja að þetta væri byrt sem grein því þær fá alltaf meiri athygli og þetta skiptir mig líka miklu máli :)
Kveðja: Lítill fugl