ég skil engan veginn fólk sem er fo snobbað til að versla í búðum eins og Hagkaup og þannig… mér finnst það bara asnalegt! vægast sagt… ég meina.. maður kannski sér einhverja ódýra flotta flík sem manni langar í .. og getur ekki mögulega keypt hana eingöngu af því að hún fæst í Hagkaup! hvað er að svona liði! ég meina það sko.. ég er ýkt hneyksluð á þessu :/ þótt þetta séu kannski ekki bestu og þekktustu merkin þá eru oftast góð föt þar.. þá meina ég sem endast vel og svoleiðis.. allavega allt sem ég hef keypt þar virkar vel og endist vel :) og maður sparar helling af því að versla föt þar… það eru kannski til alveg eins flíkur í öðrum verslunum sem kannski kosta bara 2-3000 kalli meira.. og endast alveg jafn vel! þótt kannski sumir vilji ekki viðurkenna það.. allavega hef ég mjög góða reynslu af því að kaupa föt í Hagkaup!
bara svona koma þessu á framfæri…

Kveðja

GIZ