Jæja ætli kuldaboli sé komin til þess að vera. Nú er um að gera að fara að taka vetrarfötin fram þ.e.a.s. fyrir þá sem ekki hafa gert það. Um að gera að nota vettlinga og húfu. Annars skil ég ekki þessa áráttu hjá Íslendingum um að nota ekki vettlinga og húfu. Reyndar fyrir nokkrum árum þá notaði ég ekki húfu en þegar ég var í London í desembermánuði fyrir nokkrum árum þá var svo kalt að ég keypti mér húfu. Þvílíkur munur, húfur halda hitanum svo vel og hitinn sleppur ekki eins auðveldlega út.Því mesta hitatap er á hausnum. Hvað maður var vitlaus að hafa ekki notað húfu. Reyndar núna er ég búin að týna þessari fínu húfu minni og er alveg eyðilögð eða svona næstum því. Búin að vera að reyna að leita en það er erfitt að finna réttu húfuna.Eru einhverjar uppástungur?
Haldið á ykkur hita :)