David Beckham fær þann mikla heiður að vera fyrsti karlmaðurinn á forsíðu kvennatímaritsins Marie Claire. Í júní heftinu sem kemur út einhvern tíman í maí má finna viðtal við knattspyrnu stjörnuna knáu.
“Auðvitað vildi ég vera á forsíðunni” sagði Beckham. “Ég meina, VÁ! Ég er fyrsti karlmaðurinn til að birtast þar. Ég var mjög spenntur að komast í myndatökuna.”
Marie O´Riordan ritstjóri Marie Claire sagði að David Beckham kæmi einn til greina til að vera á forsíðunni.
“Hann hefur eitthvað fyrir allar konur. Hann er faðir, eiginmaður, knattspyrnumaður og fyrirmynd. Beckham er aðal hetjan í heiminum í dag.”
www.nulleinn.is
Beckham kann að heilla konurnar svo sannarlega.
Þessu munu aðrir leikmenn víst aldrei ná og það sérstaklega leikmenn eins og Kanu&Co. Efast að Chadwick greyið muni nokkurn tíma ná þessari frægð líka.
Það var unnusta mín sem benti mér á þetta og sagði í leiðinni, vá en gaman og ég sem er áskrifandi að þessu blaði. Mér finnst hann svo æðislegur og hann er töffari að guðs náð eins og hún sagði. Segir svo sem oft við mig Bjössi hvernig var að hitta Beckham í fyrra og hvernig hann hafi komið fyrir. Hæverskur og mjög kurteis hef ávallt sagt henni, virkaði ögn feimin á mig.
Kannski að ég lesi nú þetta blað hjá henni núna og ég er farin að hlakka til líka að sjá það.
KV Bjössi Best og United forever.