Ísland er eins og þið öll vitið lítið samfélag og undanfarin ár virðast fleiri og fleiri reyna að öllum mætti að klæðast öðruvísi en landinn sem oft á tíðum er voðalega sviplaus vegna nýungagirni okkar allra.Og þetta fólk fer í kjallarann og grefur upp gamlar úlpur,sjöl frá ömmu gömlu og húfur sem að hvaða jólasveinn sem er mundi klæðast stoltur.Og svo fer það og spígsporar um í bænum,stolt af því að þora að vera öðruvísi.En eins og ég segi þá er Ísland svo lítið að allir þeir sem að klæða sig “öðruvísi” endar allir í því að vera það sem þau eru svo mikið að forðast en það er einmitt,þau verða öll alveg eins.Þetta hljómar kannski fremur fjarstæðukennt en pæliði aðeins í þessu!