Það er alveg satt hjá þér.
Mér hefur virst að tískusamfélagið virki einhvern veginn svona, (auðvitað eru týpurnar fjöldamargar en svona gróft á litið…)með hverri kynslóð koma fram allskonar manneskjur,allskonar týpur.
Fyrst ber að nefna týpurnar sem eru ekkert að spá í hvaða fötum þær klæðast, þá meina ég ekki þeim sem er sama hvað öðrum finnst en eru samt ógeðslega flottar, heldur þær sem eru ekkert að láta þetta trufla sig og líta ekkert æðislega vel út.
Nú svo eru það svokallaðar fm týpur. Láta mata sig af tónlist og taka upp á sig hvað það sem er aðal í gangi ákkúrat núna, klæða sig eftir tískunni sem í gangi. Þessar týpur eru ekkert að koma upp nýju tískufyrirbrigði, heldur fylgja henni og geta helst ekki keypt sér föt nú eða músik nema að helmingur þjóðarinnar eigi þannig líka. Þessar týpur virka ágætlega, eru í tískunni, voða flottar með sig en ekkert alltof frumlegar.
Næst eru týpurnar sem virðast kaupa alltaf fötin áður en þau verða í tísku, og móta þannig tískuna, þessi föt verða síðan aðalfötin í tískunni í það sinnið. Þær ganga í fötum með öllu réttu og flottu merkjunum en þetta eru samt ekkert frábær föt, bara eins einföld og þau gætu verið. Oft einlit, og þá svört eða eitthvað annað álíka.
Síðan eru venjulegu týpurnar, eru í ósköp venjulegum og klassískum fötum sem virka vel.
En síðan eru alltaf ákveðnar manneskjur sem fara ótroðna slóð í klæðavali og velja að vera öðruvísi. Öðruvísi en allir aðrir. Ímyndið ykkur t.d. fyrstu manneskjuna sem fékk sér gat í nefið á Íslandi, líklegast fannst flestum það hrikalega ljótt og gátu ekki ímyndað sér að þetta yrði nokkurn tíma eins almennt eins og þetta er í dag. Þó var einhverjum sem fannst þetta cool og ákváðu að fá sér líka. Á slæmri íslensku myndi þetta fyrirbæri líklega kallast cult. Annað dæmi má nefna tattúin, nokkrar manneskjur fá sér fiðrildatattú og þorri þjóðar ákveður sér að það sé tími til að fá sér fiðrildatattú. “Hey ég var að fá mér tattú. Nei er það má ég sjá? Já þetta er lítið og sætt fiðrildi á öxlinni. Finnst þér það ekki æði! Jú mjög svo flott og ég tala nú ekki um frumlegt!” Give me a break!
Almennt frumlegar manneskjur sem eru með eitthvað í gangi hjá sér og leggja metnað sinn í að gera ekki allt eins og allir aðrir verða síðan að finna sér eitthvað annað cult þegar svo öll þjóðin hefur tileinkað sér þetta cult, sem er ekki svo lengur svo mikið cult.