Mér var að detta geðveikt sniðug í hug……….
Hvernig væri það ef að hugi.is eða allavega þeir sem hefðu áhuga myndu standa fyrir keppni svona eitthvað í svipuðum dúr og hönnunarkeppni?
Fólk sem hefði áhuga myndi skrá sig og svo myndi það þurfa að hanna og sauma einhver mjög KÚL föt, og svo yrði haldin keppni og hver keppandi myndi mæta með módel sem myndi sýna búninginn, þetta yrði eins konar hönnunarkeppni en módelið yrði að vera með hár og förðun yrði að vera í samræmi við búninginn.
Svo myndu aðstandendur sjá um að redda verðlaunum sem þýðir að annaðhvort yrði að kosta inn á keppnina eða það myndi kosta að taka þátt.
Þetta yrði svona Fantasíu keppni.
Er þetta kannski eitthvað óraunhæft bull í mér? eða hvað finnst ykkur, segið ykkar skoðun og ef að fullt af fólki lýst vel á þetta verður þetta kannski að veruleika og þá verður gegt gaman.