Það eru ákveðnir litir sem eru alltaf klassískir og glæsilegir, eins og t.d. svart og gráir/hvítir/brúnir tónar. Tískubólur sem endast í stuttan tíma eru annað mál og grátt hefur aðeins verið að tískubólast síðustu ár, en virðist aðeins vera að hjaðna og svona mjúkir hvítir og brúnir tónar eru að bólast aðeins núna. Þetta sýnist mér allavegana. Ef ég fæ mér föt í þessum fáguðu litum reyni ég líka að hafa sniðið á þeim einfallt og klassískt svo ég geti notað það lengur. Ég á t.d. einn kjól sem er ljósgrár og 8 ára gamall, ég nota mismunandi aukahluti við hann en hann gengur ALLTAF. Sumt fer einfaldlega aldrei úr tísku.