Uppáhaldsfötin ykkar.
Þá er það spurningin hvort að einhvert ykkar þarna úti hafi eignast þvílíkar uppáhaldsflíkur að þið hafið notað þær árum saman eða í lengri tíma, ekki tímt að leggja þeim fyrr en þið neyddust til. Ég t.d átti sama leðurjakkann í mörg, mörg ár. Hann varð einhvern veginn hluti af mér! Svo hef ég eiganst ýmsar aðrar flíkur sem að mér finnst enn jafn flottar og þegar að ég keypti þær. T.d árið'97 var ég að labba Laugaveginn og sá í glugganum á 17 eina dökkbrúna polyester skyrtu sem að ég varð bara að kaupa mér og er enn ein af mínum uppáhaldsflíkum, mjúk eins og alvöru silki og alltaf eins og glæný. Að ég tali nú ekki um Radio City buxurnar sem að ég keypti fyrst í Þorpinu í Borgarkringlunni, ég man enn þá tilfinningu sem að fékk þegar að ég keypti mínar fyrstu, ólýsanleg. Eða gömlu Levis stretch gallabuxurnar sem að ég keypti um árið og gekk í þanngað til að þær sögðu; hingað og ekki lengra og gáfu upp öndina. Látið heyra í ykkur. Kv september.