Þegar veturinn gengur í garð þarf að hugsa svolítið öðruvísi en á sumrin varðandi húð og hár umhyrðu. Hér eru nokkur ráð sem ég hef safnað saman.
Hár:
Á veturna skiptir miklu máli að passa að þurrka ekki hárið um of. Þegar hárið er þvegið eða farið í sturtu borgar sig að nota volgt vatn í staðin fyrir heitt.
Varla þarf að minnast á að hárþurrkur/ sléttujárn og krullujárn eru alls ekki góð fyrir hárið, sérstaklega ekki á þessum tíma. En fyrir þær sem geta ekki án þess verið borgar sig að eiga góða hitavörn. Ég hef enga sérstaka reynslu af hitavörnum en nota sjálf hitavörnina frá Tresemmé sem hefur reynst mér bara mjög vel - fæst í hagkaup.
Einnig er gott að djúpnæra hárið reglulega og nota stay in conditioner, ég nota kókosolíusprey sem fæst í apótekum og er alveg frábært sérstaklega fyrir hár sem flækist auðveldlega. Einnig mæli ég eindregið með kókosolíu almennt hún er góð í hár, á húð og svo lyktar hún rosalega vel; ) hægt er að kaupa kókosolíu í heilsubúðum.
Ég þarf varla að minnast á það að passa sig á því að fara ekki út í frostið með blautt hárið, setja hettuna á eða húfuna ef til þess kemur.
Ég á það til að skella mér í sund og hef komið mér uppá lag með það að bera næringu í hárið og flétta það áðurenn ég fer útí , það ver hárið fyrir klórnum og gildir að sjálfsögðu fyrir allt árið.
Húð:
Húðin verður einstaklega erfið viðureignar á veturna fyrir marga. Þá borgar sig að fá sér gott rakakrem sem að inniheldur ekki vatn, eins og er nota ég Clinique “comfort on call” sem er reyndar alveg rándýrt krem en var svo heppin að eiga frænda sem kippti því með í fríhöfninni, kostar eitthvað í kringum 5000 kr þar en hef séð það á 8000 í apótekum hérna í Reykjavík. Þá er um að gera að finna eitthvað ódýrara, hef heyrt að Wind and weather cream sé mjög gott, en einnig dugi sólarvörn ágætlega. Bara passa að rakakremið innihaldi ekki “Aqua” og passa sig á Aloe vera kremunum líka þar sem Aloe vera er að mestu leyti vatn.
Ef þið ætlið að bera á ykkur rakakrem í framan sem inniheldur vatn að miklu leyti, berið það þá á í kringum klukkutíma áðurenn þið farið út.
Varir:
Margir eiga við varaþurrk að stríða á veturnar, ég er ein af þeim. Gott er að ganga með varasalva í vasanum alltaf og mæli ég þá sérstaklega með Blistex bláa í krukkunum, hef heyrt að hann hjálpi til við að koma í veg fyrir herpes á vörunum líka, svo þessi er kjörinn fyrir frunsufólk. Nýlega hef ég svo verið að prófa varagaldur frá villimey hef heyrt að hann sé rosalega góður líka og hann hefur ekki brugðist mér ennþá að minnsta kosti.
Gott getur verið að taka grófann þvottapoka og skrúbba varirnar vel áðurenn settur er á varasalvi. Einnig ef settur er á gloss eða varalitur er gott að skrúbba varirnar vel, setja varasalva og láta hann bíða á meðan borið er á krem eða sett eru á aðrar snyrtivörur takið svo tissjú og þurrkið varasalvann létt af og þá eru varirnar tilbúnar fyrir fíneríið.
Vona að þetta komi að einhverju gagni. Endilega kommentið ef þið eruð með einhverjar fleiri vörur og tips sem þið viljið mæla með.
Fannseline*