Þar sem það hafa verið sendir inn á þetta áhugamál ótal þræðir um maskara, hver lengir mest, hver þykkir best, hver er yfirhöfuð bestur og þar fram eftir götunum ákvað ég að nýta mér mína þekkingu á möskurum og senda inn ‘review’. Ég hef aldrei talið mig neitt sérstaklega heppna með augnhár og hef því prófað ansi marga maskara í gegnum árin til að reyna að gera sem mest úr mínum meðalmennsku augnhárum. Það hefur að sjáfsögðu verið kreppa hjá mér eins og öllum öðrum og því eru þetta maskarar úr öllum verðflokkum, sem sagt ódýrir maskarar, maskarar á ‘venjulegu’ verði og rándýrir maskarar.
Artdeco Deep black mascara: Þessi er mjög góður, lengir, þykkir og dekkir mjög vel, plús hann er ódýr. Hann endist reyndar frekar stutt. 8/10
Bourjois Maxi Frange: Óendanlega lélegur maskari. Ég hef átt hann einu sinni og never again. Hann þykkir klessulega, lengir ekki neitt af viti og það er virkilega vond lykt af honum. Eftir bara eina umferð af næringunni og maskaranum sjálfum urðu augnhárin mín eins og stutt, extra klessuleg skinkuaugnhár. 0/10
b]Diorshow: Ó, þessi legendary maskari sem margir halda ekki vatni yfir. Mér finnst hann bara semi lélegur. Lengingin og þykkingin er ekkert til að hrópa húrra fyrir og mér finnst augnhárin bara einfaldlega ekki líta vel út með honum. Hann lyktar líka skringilega og er alls ekki 4-5000 króna virði. 4/10
Diorshow Iconic: Þessi finnst mér vera einn af þeim verstu. Það er aðeins eitt orð til að lýsa honum: klessur. Hann klessir og það ekkert lítið. Hann lengir ekki neitt sérlega vel og það er mission impossible að setja hann á neðri augnhárin. 1/10
Estée Lauder Magnascopic: Mjög góður maskari. Hann lengir vel, þykkir mátulega og lítur bara mjög vel út. Hann hefur tvo semi galla, þegar hann er glænýr þykkir hann aðeins of mikið, svo að maður þarf að fara varlega (samt bara í fyrstu þrjú skiptin eða svo) og hann lyktar ekki neitt einstaklega vel. 9/10
Estée Lauder Lash XL: Hann er góður, lengir mjööööög vel og aðskilur, en þykkir sama og ekkert. 7/10
Gosh Looooong lash: Þessi er ágætur, sérstaklega miðað við að hann kostar 1200 krónur (allavega þegar ég keypti hann), fínn kreppumaskari, en ég mæli ekkert sérstaklega með honum. Bara svona semi góður maskari þegar maður er blankur. 5/10
Gosh Show me volume: Þessi er nákvæmlega eins og Diorshow, þ.e.a.s effectið og hvernig hann lúkkar. Alveg nákvæmlega eins, nema þessi er með skárri lykt, svo að kaupið þennan frekar á ca. 1500 kall heldur en hinn á tæpar 5000 krónur. Hell, umbúðirnar eru meira að segja nokkurn veginn eins. 5/10
Helena Rubenstein Lash Queen: Hann er góður en samt smá ofmetinn að mínu mati. Hann lengir vel en lætur augnhárin harðna, svo að þau eru keen á að detta af. 7/10
Lancome Hypnose: Mjög góður maskari, eftir aðeins nokkrar strokur af honum voru augnhárin orðin voðalega dúkkuleg og falleg. Ég hef átt hann tvisvar og hef aldrei verið ósátt við hann, ég mæli með honum fyrir hvern sem er. 10/10
L'Oréal volume shocking - waterproof: Ég hef aðeins átt þennan einu sinni, en mér fannst hann nokkuð góður, lengdi og þykkti mjög vel, en gat þó orðið klessulegur ef ég fór ekki varlega. Eini stóri gallinn við hann er að það var nánast ómögulegt að ná honum af. 7/10.
L'Oréal Voluminous: Þessi er eflaust mjög góður fyrir þær sem hafa mjög gisin augnhár, hann þykkir gríðarlega mikið. Alltof mikið í mínu tilfelli, ég varð bara skinkuleg. Gallinn fyrir þá sem vilja svona major þykkingu er sá að hann lengir ekkert. Af minni reynslu fær hann 1/10.
Max Factor 2000 calorie: Þessi er ágætur, ekkert frábær samt. Lengingin er decent og þykkingin sömuleiðis. Hann molnar semi eftir smátíma. 5/10
Maybelline Great lash: Þetta er sá allra versti maskari sem ég hef prófað, ég sé ekkert gott við hann. Hann lengir ekki neitt, þykkir ekki neitt, er lengi að þorna, það er hræðileg lykt af honum, umbúðirnar eru ljótar, burstinn á honum er harður og óþægilegur í notkun, augnhárin límast saman af honum og bara…já. Ég gaf honum þó séns og notaði hann svona fimm sinnum, en eftir það henti ég honum bara. -9/10
Maybelline Sky High Curves: Þessi er uppáhalds kreppumaskarinn minn. Hann lengir og þykkir vel, brettir vel upp á augnhárin og kemur bara vel út. Hann reyndar endist ekki neitt sérlega vel, það er eini gallinn sem ég finn við hann. 8/10
Maybelline Volum' express turbo boost: Í fyrsta lagi, oj á þetta nafn. Í öðru lagi, oj á þennan maskara yfirleitt. Hann er ekki góður og mooooooollllllnnnnnnaaaaarrr og mig klæjaði í augun undan honum. 2/10
Yves Saint Laurent false lash effect: Þennan maskara hef ég átt oftar en ég get talið, og ástæðan fyrir því er einföld; hann er einfaldlega besti maskari sem ég hef prófað. Hann lengir vel, þykkir vel en verður samt aldrei klessulegur, lætur augnhárin virðast löng og sveigð, hann er ekki vatnsheldur en lekur samt ekki þótt maður lendi í rigningu (ég hef lent í úrhelli í London með hann á mér og hann hélst á sínum stað), hann endist lengi, það er góð lykt af honum og hann er í mjög fallegu gylltu hylki sem lætur allt hitt í snyrtiveskinu mínu líta út fyrir að vera dýrt. Hann er bara fullkominn í alla staði. 12/10
Þá er þetta komið, þeir maskarar sem ég man eftir að hafa átt. Til gamans ætla ég að bæta við topp fimm bestu maskararnir og topp fimm lélegustu, svo þið getið haft það á bakvið eyrað næst þegar þið kaupið maskara. Ég vona að þetta review komi sem flestum að góðum notum
Topp fimm bestu:
1. Yves Saint Laurent false lash effect.
2. Lancome Hypnose.
3. Estée Lauder Magnascopic.
4. Maybelline Sky High Curves.
5. Artdeco Deep Black Mascara.
Topp fimm verstu:
1. Maybelline Great Lash.
2. Bourjois Maxi Frange.
3. Diorshow Iconic.
4. L'Oréal Voluminous.
5. Maybelline Volum' Express Turbo Boost.