það þarf að endurnýja snyrtivörur reglulega. Ef þú notar of gamlar snyrtivörur gæti það leitt til þess að þú færð útbrot eða sýkingu. Og mundu að það er ekki sniðugt að lána snyrtivörur, sérstaklega maskara.

VARIR

Varasalvi og gloss sem þú berð á með fingrunum þarf að endurnýja á sex mánaða fresti vegna þess að sýklar berast auðveldlega með fingrunum. Venjulegur gloss og varalitur endist í ár.

AUGU

Augnskuggi endist í þrjá til sex mánuði. Maskari endist í þrjá mánuði, gætið þess að muna eftir að skipta honum út því að annars getur verið hætta á augnsýkingu.

NEGLUR

Mælt er með því að henda naglalakki eftir ár því að þá fer það að þorna og verður rákótt þegar maður ber það á. En ef það lýtur ekki illa út þegar þú berð það á neglurnar þá ætti það alveg að vera í lagi. Naglalökk endast lengur ef þau eru geymd í ísskáp.

SÓLARVÖRN

Ef sólarvörn er orðin of gömul, þá er hætta á að hún virki ekki. Notaðu bara nógu mikið í hvert skipti þannig þú átt ekkert eftir í enda hverrar árstíðar.

BURSTAR

Það þarf að þrífa bursta reglulega, sérstaklega ef þú hefur keypt flotta og dýra bursta. Hægt er að kaupa burstahreinsi en það er alveg jafn gott að nota bara andlitshreinsi á burstana. Mælt er með að þrífa þá á nokkurra vikna fresti eða á mánaða fresti.

ANDLIT

Skiptu um meik einu sinni á ári, flestir klára það samt á styttri tíma og þurfa því ekki að pæla í því. Púður endist í allt að tveimur árum, það þarf líka voða lítið að pæla í því en ágætt að vita það. Ef þú notar svamp til að bera á meik eða púður skiptu þá um hann á mánaða fresti til að forðast ertingu á húðinni.