Fallegar konur Löngum hefur það þótt skipta máli að vera flottur í tauinu. Þó eru sumir sem skara fram úr hvað glæsileika varðar. Konur sem eru áberandi í þjóðfélaginu eru nokkuð mismunandi í klæðaburði; sumar kjósa þægileg og klassísk föt, aðrar fara með straumnum og svo enn aðrar sem eru alltaf öðruvísi.
Hér eru þær konur sem mér finnst hafa áberandi flottan og coolaðan klæðaburð, þó ekki í neinni sérstakri röð.

Andrea Róberts: Andrea er mjög vel vaxin, hún er há og grönn og mjög tignarleg. Henni tekst líka alltaf að vera cool, og er það greinilegt að það er hún sem skapar sín föt, ekki öfugt. Andrea er töffari sem hefur flotttan stíl og ber með sér góðan þokka

Ingibjörg Sólrún: Ingibjörg hefur vissulega sinn stíl, sem mér finnst alltaf gott, þ.e. þegar einhver er öðruvísi. Hún er ekki alltaf í klassískri drakt, heldur í öðruvísi og dálítið grófari fötum.

Ragga Gísla: Ragnhildur Gísladóttir hefur alltaf verið flott, og er ekki á leiðinni að hætta því. Ragga er cool, hún er töffari en svolítil pæja í senn. Enda ekki að ástæðulausu að hún var valin kynokkafyllsta konan um daginn.

Svala Björgvins: Þótt ég fíli ekki lögin hennar, þá er stelpan cool og er ekkert að vera “bleik og sæt”, heldur er hún gróf og vill láta taka eftir sér.

Eva Sólan: Eva er kannski pínu ljóskuleg í útliti en hún hefur bein í nefinu og er alltaf í flottum fötum sem klæða hana vel.

Ég man ekki eftir fleirum í augnablikinu, komið með comment, og hvað ykkur finnst!

Tabalugi, the great