HJ'ALP!
það er þannig að ég og góð vinkona mín erum að byrja með lítið verkefni og okkur vantar smá hjálp. Þannig er mál með vexti að við erum að gera föt úr gömlum fötum. Svipað og Aftur stelpurnar voru að gera. Þær gerðu rosalega töff föt úr gömlum, með því að nota skærin og sauma þetta síðan saman. Og til þess að gera það vantar okkur gömul föt og efni, allt sem þið gætuð átt í kjallaranum, efnisbúta, gamla peysu eða ljótar buxur.
Við værum þakklátar fyrir allt sem fólk er tilbúið að gefa okkur og styrkja þannig upprennandi fathönnuði.
Ég býðst til að koma að sækja þetta, svo lengi sem þú býrð einhvers staðar á Höfuðborgarsvæðinu eða nágrenni.
Ef þú hefur eitthvað að gefa okkur þá máttu endilega senda mér eitt stykki hugaskilaboð eða e-mail á aalren@hotmail.com þar sem ég vil helst ekki gefa upp símanúmerið mitt hérna á Huga.
Með von um smá hjálp…
Kv/ Alren