ég ætla bara að segja eins og er: ég er tískudrós, algjör tískudrós!
Og vegna þessa veikleika míns hef ég oft verið að velta því fyrir mér hvernig tíska hvers áratugs var. Hvernig verður þetta í minningunni?
10. áratugurinn
persónulega fannst mér tíundi áratugurinn vera einskonar uppgjör fyrir aldamótin, eða ruslakista eftir hina áratugina með smá áhrifum frá geimnum.
níundi áratugurinn:
pönkið upp á sitt besta. Ermapúðar, skærbleikir varalitir, neongrænir sokkar og stórt hár…
8. áratugurinn;
disco! þarf að segja meira?
7. áratugurinn:
flower power, make love not war. Allir í blómakjólum með liðað hár og hippaband yfir ennið.
6. áratugurinn:
Það eina sem ég sé er svona dæmigerð grease stemming. Stelpur í víðum hnékjólum dansandi Rock við brilljaníneraða (nýyrði..) gaura. Þetta var náttla Rokktíminn!
5. áratugurinn og eftir það er týndur. Jú kannski var 5. áratugurinn fullur af áhrifum frá stríðinu, dökk þykk föt og nælonsokkar við, ef átti að vera virkilega fínn… En einhvernveginn finn ég ekki nógu góð lýsingarorð eins og hægt er að lýsa öllum hinum… er einhver hérna sem getur lýst hérna 5. áratugunum stutt og hnitmiðað, svipað og ég var að gera hér að ofan?
kveðja kvkhamlet