Ég ætla aðeins að tjá mig um þetta með gæðin. Málið er það að föt verða alls ekki betri eftir því sem þau eru dýrari. Ég sjálf hef t.d. áhuga á því að líta vel út en myndi aldrei tíma að eyða 20.þúsund krónum á mánuði í föt. Þau eru einfaldlega ekki þess virði. Til eru margar búðir t.d. Hagkaup, only, vero modas sumt í sputnik og líklega fleira sem hægt er að versla mjög ódýrt. Einnig ætti að vera minnsta málið að finna eitthvað gamalt úr fataskápnum og raða því saman á nýjan, flottan hátt. Notiði hugmyndaflugið og finnið út hvernig þið getið klætt ykkur á ódýran en flottan hátt.
P.s. mér finnst Íslendingar ekki allir klæða sig eins.