Ég hef tekið eftir því að margir eru að leita að heimatilbúnum möskum.
Ég ákvað að nota gamla góða google og fann hérna nokkra ;p
Heimatilbúnir ódýrir maskar :] :
Hrein jógúrt- góð fyrir þurra/normal húð, mýkir og gefur raka
Ab mjólk- góð fyrir blandaða/feita húð, rakagefandi
Haframjöl- Létt hreinsandi henntar fyrir allar húðgerðir en síst þurra húð (þá í litlu mæli)
Lyftiduft- hreinsandi, dregur úr fituframleiðslu, gott fyrir blandaða/feita húð
Banani- mýkjandi, nærandi góður fyrir normal/þurra húð
Sítróna- lýsandi, jafnar húðlit
Eggjahvíta- Stinnandi, gott fyrir húð sem er farin að eldast. Þá er eggjahvítan þeytt og borin á andlitið.
Fyrir augun
Kartafla- lýsir húð, minnkar þrota. Gott að skera í þunnar sneiðar með t.d. ostaskera og leggja yfir augun. Eða rífa niður með rifjárni og setja í grisju yfir augun.
Gúrka- kælandi, dregur úr þrota. Gott að skera í þunnar sneiðar með t.d. ostaskera og leggja yfir augun.
Nú er bara að blanda saman fyrir sína húðgerð og setja á hreint andlit í 15-20 mínútur. A.t.h. best er að setja maskana yfir grisju (hægt að fá í apótekum) þannig er hreinlegast að taka þá af andlitinu.
Nokkrar uppskriftir
Feit húð
1) Penslið undanrennu á andlitið, nuddið henni inn í húðina og látið þorna. Skolið af með volgu vatni. Undanrennan hreinsar olíugljá og fitu vel.
2) Ab mjólk sett í skál, teskeið af lyftidufti bætt út í, haframjöli bætt út í og blandað saman. Borið á andlitið og látið bíða í 10-15 mínútur.
3) Maukaðir tómatar, kartöflumjöli bætt út í og jafnvel örlitlu af lyftidufti. Borið á húðina og látið bíða í 15-20 mínútur, þvegið af með volgu vatni.
Normal/blönduð húð
Blandið saman einu eggi, 1/2 bolla haframjöli og teskeið af ólífuolíu. Blandið saman þar til mjúkt. Borið á andlit og látið bíða í 10-15 mínútur.
Blönduð húð
6 rósablöð, 2 matarskeiðar rósavatn, 1 matarskeið hrein jógúrt (eða ab mjólk), 1 matarskeið fljótandi hunang. Bleytið rósarblöðin, setjið þau í skál og maukið þau, blandið saman við rósarvatni, jógúrtinu og hunanginu. Borið á húð og látið liggja á í 10-15 mínútur. Hreinsað af með volgu vatni.
Þurr húð
1) Blandið saman einni eggjarauðu, einni teskeið hunangi og teskeið af ólífuolíu (einnig gott að setja E-vítamínolíu út í ef þú átt hana). Þegar blandan er orðin mjúk og fín þá berið hana á andlitið og látið liggja á í 10-15 mínútur. Hreinsið af með volgu vatni og þerrið yfir húðina. Fyrir mjög þurra húð er gott að setja örlítið af ólífuolíu eða annari góðri olíu út í blönduna.
2) Eggjarauða, olífuolía, hunang (velgja), sýrður rjómi, avocado. Eggjarauða handþeytt, ólífuolíu, sýrðum rjóma og hunangi bætt út í. Avocadoið maukað og bætt út í blönduna. Borið á andlitið og látið bíða í 10-15 mínútur. Hreinsað af með volgu vatni
3) 1/2 avocado, 1/4 bolli hunang. Avocado maukað og hunangi blandað saman við, látið bíða á húð í 5-10 mínútur. Hreinsað af með volgu vatni
Viðkvæm húð
1 bolli hrein náttúruleg jógúrt (þó í lagi venjuleg), best að hafa hana beint úr ísskápnum, 1/2 bolli haframjöl. Blandið saman og berið á húðina. Látið bíða í 15 mínútur. Hreinsið af með volgu vatni. Hægt er að nota þennan maska fyrir aðrar húðgerðir en þá er blandað fleirum efnum saman við, t.d. fyrir feita húð er bætt út í lime safa, fyrir þurra húð, teskeið af hunangi.
Eldri húð/húð sem er að eldast
3 matarskeiðar sykur, 4 teskeiðar heitt vatn. Látið sykurinn bráðna vel í vatninu, og passið vel upp á að hann sé alveg bráðnaður áður en borið er á húðina. Annars gætu sykurkornin sært húðina. Borið á húðina, nuddað létt yfir og látið bíða í 5 mínútur. Hreinsað af með volgu vatni.