Jæja eins og margir þá lét ég eftir mér að eyða nokkrum klukkutímum fyrir framan kassann og horfði á Golden Globe. Ég og vinur minn spjölluðum á meðan í símann og baktöluðum illa klætt fólk og lélega leikar jafnframt sem við dáðust að svölum fötum og verðskulduðum viðurkenningum. Þar sem ég er nú bara stelpa með fataáráttu þá spáði ég mikið í hvernig leikararnir voru klæddir. Það sem ég og vinur minn vorum sammála um var hræðilega stíllausa sirkustjaldið sem ungfrú Sarah Jessica Parker var í.. og ekki bætti það úr skák að þetta var ekki heill kjóll heldur buxur innanundir… þetta var vægast sagt hörmung (mitt álit reyndar)
Annar kjóll sem var einstaklega furðulegur var rauði bundni kjólinn sem ææ þarna svarthærða konan úr systrunum var í. En sú sem sló allt út í ljótum fötum var ástralska leikkonan í six feet under, Rachel Griffith. Hún var greyið eins og bleikur kjúklingur, svo var hún alltaf eitthvað að vesenast í hárinu á sér þarna upp á sviðinu (hvað var það eiginlega?!) En svo voru auðvitað margir sem voru voða fínir og má þar nefna Halle Berry sem var rosa sæt þarna í brúnum kjól, mjög glitrandi og sætur. Jennifer Aniston var mjög svo fáguð og glæsileg og eins með Heather Locklear, en mér fannst hún afburðar flott á GG. Reyndar verð ég að játa það á mig að ég tek ekki eins eftir klæðaburði karla, en ég tók þó eftir að mér fannst karlarnir vera óvenju eins eitthvað, ég veit ekki alveg hvað það átti að þýða, en það virtist enginn vera neitt að prófa eitthvað, reyna að valda einhverju fjaðrafoki í henni Hollywood… en kannski er það bara bull í mér…
En hvað fannst ykkur um fötin á Golden Globe?