Fyrir stuttu kom ég við í The body shop á leið minni í gegnum Kringluna. Þar inni rakst ég á vöru sem ég hafði aldrei séð eða heyrt um áður, nú ég er ekki mikið fyrir það að skrifa greinar hérna á Huga en ég var svo hrifin af þessari vöru að ég ákvað að deila reynslu minni með ykkur hugurum, bæði mér til dundurs og vonandi einhverjum til gagns (en alveg örugglega ekki gamans).
Þessi frábæra vara var Sugaring Hair removal, og er eitthver sú besta vara sem ég hef nokkurntíman prófað til að fjarlæga hár.
Eins og flest allir, þá sérstaklega konur, raka ég á mér fótleggina, kynfæri og undir höndum, ég hef prófað háreyðingarkrem, rándýra kalda vaxstrimla frá Veet, sem að mér persónulega fannst ekki virka nógu vel og vera alltof dýrir miðað við framistöðu og magn, ég hef prófað margar fleiri aðferðir við að fjarlægja hár en aldrei fundið þessa “einu réttu”.
Settið í Body shop er alls ekki dýrt, það er hægt að kaupa stóra krukku með vaxinu í, roll-on stick sem að ég keypti mér, einnig er hægt að kaupa pakka af bómullarræmum til að nota, sem að er auðvelt að þvo og nota aftur, svo eru ódýrir tréspaðar til að nota með vaxinu í krukkunni.
Allar þessar vörur eru ótrúlega ódýrar, roll-on stickið kostaði rétt um 1500, og bómullarræmurnar rétt um 800 krónur. Þetta finnst mér vera mjög ódýrt miðað við aðrar vörur á markaðnum.
Í búðinni fann ég mjög góðan leiðbeiningabækling sem að ég fékk frítt með vörunni, það eru reyndar leiðbeiningar á ensku á umbúðunum, en þær eru í einstaklega smáu letri og það er fínt að hafa þetta fyrir framan sig í fyrsta skiptið.
Á roll-on brúsanum er svört rönd, ef að vaxið verður of heitt þá hverfur svarti liturinn og undir því sérðu skrifað “NO NO NO” í rauðum stöfum, þá bíður maður bara í smá stund eftir að það kólni aðeins og byrjar/heldur svo áfram.
Ég þurfti að endurhita brúsann minn nokkrum sinnum á meðan að ég var að þessu, kannski því að ég tók mér góðan tíma í þetta, en ég svosem veit ekki. Það tekur bara 25 sek að hita roll-on brúsann í örbylgju, ég er ekki alveg viss með krukkuna. Eftir að brúsinn hefur verið hitaður þá er auðvelt að sjá hversu mikið vaxið þynnist og rennur betur um brúsann. Eftir að hafa verið hitað einusinni þarf bara að hita það í sirka 10 sek aftur. (þeas á meðan að það er verið að nota þetta, ef þú geymir brúsann í langan tíma þarf vitanlega að hita það lengur til að byrja með)
Vaxið má ekki nota á andlitið, það er bara talað um fótleggi í leiðbeiningunum en það er allt í lagi að nota þetta á aðra líkamshluta.
Ég gaf sjálfri mér þetta fína brasilíska vax og það gekk bara fínt og allt var frábært þegar ég var búin. Auðvitað er þetta ekki besta tilfining í heimi, og ekki auðvelt að gefa sjálfum sér brasilískt vax þar sem að suma staði er bara einfaldlega erfitt að ná á mmeð brúsanum sjálfur, en það er alveg pottþétt þess virði!
Vil samt benda á það ef að það eru einhverjar stelpur sem að myndu vilja gefa sjálfum sér brasilískt vax að vaxa ekki of innarlega á börmunum, ég svosem prófaði það ekki sjálf en ég laggði ekki í það og efast um að það sé sniðugt. Allavegana að fara til manneskju sem hefur þetta að atvinnu og spurja um ráð.
Eftir að ég var búin skellti ég mér bara í heita sturtu og þvoði mér vel, ég tók allar bómullarræmurnar með og þvoði þær í sturtunni, það þarf enga sápu bara heitt vatn og kannski nudda örlítið.
Eftirá skal bera gott krem á svæðið sem var vaxað, helst alcohol free.
Svo er það bara að muna að lesa leiðbeiningarnar vel.