Lois:
Sæl. Þú segist ekki þröngva þínum skoðunum á annað fólk. Allt gott og blessað með það. “Sýndu smá sjálfsvirðingu og fáðu þér föt úr öðru en polyester”. Nokkurn veginn þau orð sem þú lést út úr þér sem upphaflegt svar þitt við grein hennar.
“Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að gerviefni eins & polyester, nylon & akrýl fara illa & eyðileggjast fljótlega”
Þetta er ekki rétt hjá þér. Ethylene terephthalate, eða polyester eins og það er oft kallað, er með sterkari gerfiefnum sem að þú getur fengið. Allt frá því að vera notað í föt, báta, gosflöskur, í diskettur, reiðhjólahjálma og margt annað.
Polyester sem er á annað borð unnið rétt í fatnað og annað, getur haldið á þér hita á köldum dögum, eða dregið hitan frá líkama þínum á heitum dögum. Allt eftir því hvernig það er byggt upp. Þú veist væntanlega að “flís” vörur, flíspeysur, teppi og fleiri er 100% polyester.
Þetta eru oftast nær vandaðar vörur, nema í þeim tilfellum sem að þetta er notað í tískumerki. Þá virðast gæðin oftast nær vera í lakari kantinum. Eða eins og þú orðaðir það, “einnota föt”.
Væri ekki réttara að segja að þú værir á móti fötum sem endast ekki, og verslunum sem selja þann fatnað? Því það að neita polyester sem efni, er að af neita mjög mörgu.
Þú ferð til dæmis ekki í lopapeysunni þinni niður í bæ um mitt sumar án þess að svitna frekar mikið. Þú gætir aftur á móti farið í polyester fatnaði sem er gerður sérstaklega til þess að nota í heitum loftslögum.
Þú gætir hins vegar notað lopapeysuna þungu um vetur til þess að halda á þér hita. En einnig gætirðu notað örþunna Polyester flík til að halda á þér hita, og þá er ég ekki endilega að tala um vöru sem þú kaupir þér í Cosmo.
Þú dæmir gerfiefni út á það að þau endist illa og eyðileggjist fljótt. Eins og ég benti á, þá stenst þessi fullyrðing þín engan veginn. Því að þessi gerfiefni eru í flestum tilfellum mjög sterk. Notuð til dæmis í reipi, segl og brunaslöngur svo eitt sé nefnt. Ef þetta væri vara sem eyðilegðist fljótt, þá efast ég um að efnið væri notað í þessa hluti, ekki satt? Þetta heitir almenn skynsemi, hún er því miður ekki kennd í skóla.
Útlit hefur áhrif á sjálfsmyndir segirðu. Þú byrjaði reyndar að tala um sjálfsálit og hvað greinarhöfundur hefði lítið sjálfsálit, (það er það sem orð þín gefa til kynna), af því að hún var að spá í að versla sér polyster fatnað. Þessi setning hjá þér kom því miður einfaldlega bara illa út fyrir þig.
“Þó svo að klæðaburður eða útlit hafi áhrif á sjálfstraust okkar sjálfra, þýðir það ekki endilega að við dæmum annað fólk eftir því hvernig það lítur út”
Við dæmum ekki annað fólk eftir því hvernig það lítur út. Já. Einmitt. Sérð þú engan mun á manninum í jakkafötunum og rónanum sem gengur í skítugum fatnaði? Að sjálfsögðu dæmum við fólk eftir því hvernig það lítur út. Ef að ég fer í atvinnuviðtal í jakkafötum, þá eru meiri líkur á því að sá sem ræðir við mig vilji ráða mig, frekar en ef ég mæti í útúrslitnum gallabuxum og netabol.
Ef verslanir bjóða fram lélega vöru eða þjónustu, Þá verslarðu ekki við þær. Allt gott og blessað með það. En ertu þá í raun ekki að þröngva þínum skoðunum upp á annað fólk með því að segja þeim frá þessum lélegu vörum sem að Cosmo selur, og meira að segja án þess að vita í raun neitt um efnið sem þú telur að endist illa og sé lélegt (PET). væri ekki réttara að segja að flest tískumerki væru drasl? Í sjálfu sér er það ekki hægt, því að eflaust finnast einhver merki sem að eru ekki rusl.
En svo við förum nú aftur að upprunalegu spurningu september. Þá spyr hún jú um álit ykkar á polyester fötum og öðru fleira. Hún biður hins vegar ekki um að láta segja sér að ef hún sé að spá í því að versla sér hugsanlega-kannski föt úr polyester að hún hafi lítið sjálfsálit og/eða sjálfsvirðingu. Þarna dregur þú ályktanir upp úr þurru, og er það í sjálfu sér frekar barnalegur hlutur til að gera. Þar af leiðandi ertu að þröngva þínum “uppspunnu” skoðunum á September.
Kveðja
Vectro