hérna er bara svona smá pæling í gangi.. málið er að ég fór í klippingu í dag, var í 5 klukkutíma, og náði á þeim tíma að skoða ansi mikið af allskonar hártísku blöðum. Nújæja ég fletti einu blaðinu, það fullt af konum með allskonar greiðslur í öllum regnbogans litum, heillt blað… nema aftast…þar var opna með mynd af einhverjum örfáum stráka greiðslum.. búið.
Mér fannst vera eytt soldið miklu púðri í stelpurnar, svo ein opna með mynd af strákum.
jæja, ég fór í næsta blað. Fullt af konum, auglýsingar á 4-5 opnum, strákagreiðslur á 2 opnum.
Öll blöðin voru á þessa leið.
Er þetta tilkomið vegna þess að strákum er alveg sama um hárið á sér, eða eru stelpurnar svona óákveðnar að þær þurfa að láta mata sig á hvað er flott og hvað ekki, eða hvað?
eða er þetta kannski kynjamisrétti í tízkuheiminum?
Bara svona smá pæling…
jólakveðja
kvkhamlet