Jólaförðunin Hérna eru smá pælingar um hvað er mest í tísku þessa stundina í förðun. Þessi sterka mikla förðun sem var svo áberandi í haust er alveg búin að víkja fyrir náttúrulega lúkkinu. Það sem gildir núna er látlaust meiköp með smá áherslum og þá mest á kinnar eða þá á augu. Það sem að ég hef rekið mig á núna er að það eru nokkra týpur af svona förðun í gangi og hér á eftir fáiði smá upplýsingar um það.


Punkpían

Náttúrulegt meiköp en aðeins ýkt, fljótandi meik og púður og helst að setja svolítið glimmer yfir andlitið líka eða bronspúður. Kinnalitur. Augnskuggi er bara mjög einfaldur, ljósirlitir með glimmer eða glans áferð og allt augnlokið þakið og aðeins upp á augnbeinið. Svartur blýantur settur inn á augað en ekki ofan á augnlokið sem eyeliner. Loks maskari. Varalit má nota næstum hvaða lit sem er nota samt svolítið gloss yfir til að setja gljáa á þetta allt saman:

Forsíðupían
Enn er náttúrulega meiköpið svolítið ýkt upp, fljótandi meik að virka og kinnalitur og þá jafnvel svolítill slatti af honum. Augnskuggi má vera mikill en samt aðalega í einum lit þá grænum eða bláum og má hann ná alveg upp á augnbeinið og fara eins langt eins og þið þorið. Nota má slatta af maskara til að skapa þetta “stór augu” útlit og varalitur er bestur í ljósum lit við þetta lúkk, enn virkar glossinn líka vel.

Náttúrulega lúkkið/ brúnka.

Flott er að hafa svolítinn lit og þá virkar mjög vel að nota gott brúnkukrem því ekki þarf að segja ykkur að ljósin fara mjög illa með húðina og ættum við helst að forðast þau. Brúnkukremin í dag eru orðin mjög góð og gefa flottan og heilbrigðan gljáa á húðina. Passa skal upp á það að þrífa húðina vel áður en svona krem er notað og helst þá að nota hreinsisápu sem kölluð er srub og hefur litlar bláar kúlur í sér. Berið svo kremið jafnt og þétt yfir húðina og forðist að setja mikið krem á. Munið að þvo hendurnar vel á milli með sápu þó að þið séuð ekki búnar að bera á ykkur allar, annars gætu lófarnir orðið brúnir líka og það er eitthvað sem við viljum ekki. Flottasta meikið fyrir svona náttúrulegt lúkk er fljótandi meik eða jafnvel bara að sleppa því ef að húðin er mjög góð. Frábært er að nota bronspúður því það gefur aðeins meiri lit og maður lítur út fyrir að hafa verið á Kanarí eða einhverju svoleiðis. Bronspúður gefur líka rosalega skemmtilegan glampa yfir mann sem er alveg frábært. Augnskugga má sleppa eða þá að nota mjög lítið og þá mjög ljósan lit svo er það val hverrar konu fyrir sig hvort hún vilji nota maskara eða ekki. Varirnar verða að vera í ljósum lit eða jafnvel bara með gloss.

Rómantíska lúkkið

En gengur lítil förðun eða alls ekki sterk. Í þessu lúkki má nota hvernig meik sem er og púður. Nota svolítið sterkan kinnalit. Á augun eru notaðir glansandi/glimmer litir og má notast við tvo liti í svipuðum tónum og setja þá annan litinn á augnlokið og hinn upp á augnbeinið. En gengur að nota ljósavaraliti og gloss.


Mín niðurstaða á þessum förðunum er sú að þetta er rosalega flott og gengur við nánast hvaða tækifæri sem er. Þetta er eitthvað sem að við getum vel notað í fjölskylduboðin um jólin án þess að hafa áhyggjur af því hvort að við séum of málaðar. Þetta virkar fyrir mikið stærri hóp heldur en þessi sterkaförðun því ekki eru allar konur tilbúnar í það að ganga um með smókíförðun sem er svo svakalega sterk. Þetta er líka svo mikið heilbrigðara lúkk heldur en þessi sterka. Ég persónulega hrópa húrra fyrir þessari tegund förðunar.