-Munkur-
Hugleiðingar Munks...
Rosalega finnst mér asnalegt með herrafatatísku… núna hef ég verið að skoða tískuna og ætlað mér að verða harður nagli… en nei… hún er alltaf eitthvað svo framúrstefnuleg… maður klæðist fötum sem eru líkleg til að vera eitthvað dæmi sem er tengt UFO áhugamálinu… Þetta þoli ég ekki… svo er það tískan sem ríkir á Íslandi… við-skulum-öll-vera-eins-og-engin(n)-má-breyta-til… gott dæmi um þetta er til dæmis hin alræmda Skeitartíska… sem fer í taugarnar á mér… það er engin virðing fyrir fötunum… þau eru allt of stór og dragast öll eftir götunni og verða óhrein… en semsagt ef maður er ekki í skeitarafötum þá er maður víst asnalegur og örugglega hommi… það er annað… að dæma fólk eftir fötunum er það fáránlegasta… það er kannski eðlilegt að segja þessi hefur ekki góðan smekk… en að segja þessi er hommi af því að hann er í rauðri skyrtu er hreint út sagt asnalegt… og mér finnst að fólk ætti að hugsa sig um… þora að vera djarft í klæðaburði og gera eitthvað nýtt… þannig skapast tískan… miklu meiri fjölbreytni og allt verður frábært… þá er hægt að dæma fólk eftir fatasmekk… ekki dæma fólk af því að það er ekki í eins fötum og maður sjálfur…