Mikið hefur aukist um það að fólk sér farið að stunda jóga sér til heilsubótar, þetta er nær eingöngu tískubylgja sem hverfur aftur eftir einhvern tíma.
Ef að þú hefur lesið um stjörnurnar í Séð og Heyrt, hefurðu pottþétt einhvern tíman tekið eftir því að talað er um hvernig hinar og þessar frægu persónur hafi komið sér í svo gott form sem þær eru í og er það nú heitast að segja Yoga.
Þessi íþróttaiðkun hefur líka andleg áhrif á fólk, þunglindin ætti að hætta að leggjast yfir Íslendingana í þessu skammdegi sem ríkir núna.
En hversu lengi skyldi þessi bylgja halda sér?
Til dæmis þegar breikið var aftur vinsælt sumarið eða haustið árið ´98 og var á toppnum í kannski tvö ár.
Ég spái því að Yoga eigi eftir að vera VINSÆLT í 3 ár en svo á fólk eftir að líta á þetta sem bara svona nauðsynlega iðkun.
En hvað veit ég um þetta, þetta er einungis áliktun sem ég hef komið upp í huga mínum og er að reyna að heilaþvo ykkur lesendur með.
*Ég hins vegar mæli með jóga, mér finnst það frábært.
Allir að prófa prófa prófa.