21 - Munstraði hlírakjóllinn
Niður á mið læri, úr sama yndislega bómullarefninu og túrkís hlírakjóllinn í grein 2. Hann er með dökkbláum (navy) þykkum hlírum og með nokkrum litlum hnöppum á milli brjóstanna. Síðan kemur saumur þar undir. Munstrið er to-die-for, mjög retro, í gulum og myntugrænum tónum að megninu til.
Top Shop - 3.500kr.
22 - Svarti galakjóllinn
Yndislegur. Hinn týpíski ‘little black dress’. Hann er með einum fancy hlíra og kemur nokkur beinn yfir brjóstin að öðru leiti. Efnið er klippt til að mynda munstraðar línur þar, en restin af kjólnum er þykkur, glansandi en mjög aðsniðinn. Hann er kokteilsídd, eða niður að hnjám, og sniðið á pilsinu er svokallað ‘pencil skirt’ eða niðurmjótt.
Karen Millen - 19.000kr.
23 - Græni svuntukjóllinn
Mjúkur bómullarkjóll í dökkgrænu. Hann er þröngur yfir barminn en víkkar síðan fljótt og vel út, og er með tveimur vösum að framan. Ótrúlega kósí kjóll sem er hægt að vera í einum og sér, eða hversdagslega yfir leggings og stuttermabol/blússu.
Top Shop - 2.000kr.
24 - Ljós babydoll kjóll
Niður á mið læri, með blöðrusniðnu pilsi. Hann er úr ljósu silkikenndu efni og með svartan ferhyrning milli brjóstanna, en undir þeim rykkist hann og víkkar síðan. Sparilegur en stelpulegur.
Zara - 3.995kr.
25 - Svartur + Mosa hversdags
Tveir alveg eins kjólar. Mjög stuttir, eða rétt niður fyrir rass. Ermarnar eru niður að olnbogum, og mjög víðar, rétt eins og restin af kjólnum. Bogalaga hálsmál og úr bómull. Tilvaldir utan yfir leggings eða gallabuxur í skólann, en líka sparilegir ef maður er bara í hælskóm og með flott skart eða klút við.
H & M - ????kr.
26 - Svartur chiffon slaufukjóll
Með breiða hlíra, stóra en látlausa slaufu efst, og lítillega rifflað tvöfalt pils. Ótrúlega sparilegur en látlaus. Fullkominn við hælaskó ef maður vill vera fínn og flottur, en ekki algjör senuþjófur, t.d. við brúðkaup eða í útskriftir.
H & M - 6.000kr.
27 - Gulur bómullarkjóll
ótrúlega flottur og passar við öll tilefni nema þau allra-hátíðlegustu. Sinnepsgulur og smámunstraður (ekki í öðrum lit heldur er munstrið bara í efninu). Hann er með nokkrum litlum tölum að framan og ermum niður að olnboga.
H & M - ????kr.
28 - Rifflaður 20s kjóll
Niður að hnjám og með háu hálsmáli. Ermalaus en þó ekki með hlírum. Hann er svartur og lítillega rifflaður. Borði liggur um mjaðmirnar í stað mittisins og gerir hann mjög í anda ‘the Roaring 20s’.
Zara - ????kr.
29 - Grái með borðanum
Grár stuttur kjóll, sem bara er möguleiki á að vera í við svartar leggings eða gallabuxur. Hann nær rétt niður fyrir rass, er vel plíseraður, og síðan fylgir silfraður silkiborði sem á að liggja um mittið.
H & M - ca. 4000kr.
30 - Grár Diesel bolkjóll
Kannski ekki týpískur kjóll, eða ætlaður sem slíkur. En ég keypti hann 2 stærðum stærri en ég nota venjulega, og hann er aðeins laus og niður á mið læri, þannig að ég nota hann bara við leggings. Hann er dökkgrár og stutterma, með mjög flottu grænu munstri.
Gallerí 17 - 5000kr.
Takk fyrir lesturinn, og ég lofa myndum á næstunni. Látið vita ef þið hafið áhuga á grein um nr. 31-40
-Kallisto ;)
'The entire Fleet knows that this man tried to stab me through the neck. And you missed! Butterfingers!'