Sæl,
Ég er með eina spurningu hérna sem ég væri vel til í að fá svar við, bæði frá faglærðum hársnyrtum og leikmönnum í hár-bransanum.
Málið er þannig, að kærastan mín fór í klippingu og lit á hárgreiðslustofu niðrí bæ. Hún er með mjög ljóst aflitað hár og vildi fá aðeins dekkra hár heldur en hennar natural, en það er frekar ljóst. S.s. eitthvað sem nær því að vera dökkskol heldur en svart, þar sem rótin hennar er of ljós fyrir alveg svart.
Allavega, þá fer hún á þessa tilteknu stofu sem hún hefur farið til í rúmt ár. Allt gengur vel, fær flotta klippingu sem hún er mjög ánægð með. EN liturinn er allt annað mál, Afraksturinn er rauð/brún hár með fjólubláum blææ (er skárra en það hljómar þó).
Meðan litunin var að gerast þá kom hársnyrtan og var brugðið yfir hvernig liturinn var að koma:
hmm, notaru ekki djúpnæringu á hverjum degi?, Notaru nokkuð sléttujárn?, Ó, notaru ekki vörn í hvert skipti?, Jaaa það er þess vegna hárið þitt er svona þurrt og er greinilega ekki að taka við litnum eins og ég hélt það myndi vera..
En um það leyti var hárið röndótt, rótin var brún, en ljósa hárið var dökkfjólublátt. Mín auðvitað dauðskelkuð enda fara byrja í nýjum menntaskóla viku seinna. Allavega eftir að hafa skellt skuldina á hana rukkar hún hana 23 þúsund. (en þar inní voru hár vörur fyrir 11 þúsund. Segir kærustunni að það verði að laga þetta og hún geti komið á föstudaginn eftir 10 daga. Fyrstu dagana var fjólublái blærinn frekar áberandi, en eftir vikuna var ég hættur að taka eftir honum nema ég pældi í því.
Allir sem ég hef talað við voru sammála því að hún hefði ekki átt að borga fyrir litunina, eða allavega ekki fyrir að láta laga það. Ég fór með henni í þessa sömu hárgreiðslustofu áðan til þess mæta í lögunina, spyr ákveðinn hvort það kosti nokkuð að láta laga þetta.
Hún reyndi að vera kurteis og sagði að þetta væri allt henni að kenna að vera með svona þurrt hár og nota ekki nógu mikla næringu og það væri ekki henni (hársnyrtinum) að kenna að liturinn hefði ekki tekið við sér í hárinu. Ég er mjög ósammála þessu og bendi á að það sé ekki sanngjarnt að í fyrsta lagi að rukka nær fullt verð fyrir fjólublátt hár þegar maður bað um dökkt, og í öðru lagi ætla rukka aftur fyrir að láta laga mistökin (ég veit náttúrulega ekkert hvort þetta hafi verið mistök frá henni eða ekki) Þá byrjar hún að dæla yfir mig fræðimáli sem ég er svoan 90% viss hún hafi sprautað á mig svo ég haldi kjafti.. Það er svo mikil efnafræði sem tók yfir eftir að ég setti litinn í að það er erfitt að vita hvernig liturinn yrði og eitthvað bla bla…
Svo sagðist hún alveg geta útskýrt fyrir mér fjögura og hálfs árs nám ef ég hefði tíma.. EF ég hefði tíma, hvað heldur hún eiginlega að hún sé? Talar niður til mín eins og ég sé einhver smástrákur sem er að rífa kjaft.. Vissulega er ég ekki að læra hárgreiðslu, en ég kann nú nokkuð fyrir mér í efnafræði og veit að það sem hún var að segja við mig til að ná mér í burt var mestall bara bull.
Ég er alls enginn vitleysingur, ég geri mér grein fyrir að allt getur mistekist, en að viðurkenna ekki mistökin sín er það sem böggar mig hvað mest, og að skella skuldinni á kærustuna mína. Ég var ekki dónalegur við konuna, heldur hélt ró minni og útskýrði fyrir henni málið, hún einnig..
En til að summera þetta, Hvað finnst ykkur um það að borga 15-20 þúsund fyrir hárgreiðslu, sem mistókst og hún þurfti að bíða í 10-11 daga eftir að fá lagaða?