Ég ákvað að gera smá grein um kjólana mína. Þetta er í fyrsta skiptið sem ég geri grein af þessu tagi, þannig að be nice ;)
Hér kemur það:
http://www.picturetrail.com/gallery/view?p=999&gid=17250165&uid=9447243
Þennan kjól keypti ég í Zöru um síðustu jól. Hann kostaði um 3500 krónur. Hann er mjög einfaldur en beltið gerir gæfumuninn. Ég var í honum um áramótin enda
er þetta ekta glamúrkjóll :D
http://www.picturetrail.com/gallery/view?&p=999&uid=9447243&gid=17250165&&imgid=267675142&offset=0
Kannski svolítið léleg mynd af þessum kjól, ég biðst afsökunar á því. Þennan kjól saumaði ég 3.árið mitt í menntaskóla í fatasaum. Ég klæddist honum síðan á árshátíðinni það árið. Efnin eru frá mömmu þannig að kjóllinn var mjög ódýr, eina sem ég þurfti að kaupa var rennilásinn :D
http://www.picturetrail.com/gallery/view?&p=999&uid=9447243&gid=17250165&&imgid=267675137&offset=0
Þennan kjól keypti ég í Debenhams í vetur á útsölu. Hann kostaði aðeins um 2000 krónur. Mér finnst hann eitthvað svo krúttlegur…
http://www.picturetrail.com/gallery/view?&p=999&uid=9447243&gid=17250165&&imgid=267675133&offset=0
Þennan kjól elska ég, ekta prinsessukjóll :D Ég fékk hann í jólagjöf þegar ég var 15 ára og ég get ennþá notað hann, orðin 21 árs. Stundum er gott að vera lítill ;) Hann kostaði um 10.000 krónur.
http://www.picturetrail.com/gallery/view?&p=999&uid=9447243&gid=17250165&&imgid=267675124&offset=0
Ég var mjög heppin að rekast á þennan kjól, ég fann hann í lítilli búð í Búlgaríu í fyrra og gjörsamlega féll fyrir honum. Ég elska svona stíl, svona gamaldags viktorískan. Kjóllinn kostaði 2500 krónur.
http://www.picturetrail.com/gallery/view?&p=999&uid=9447243&gid=17250165&&imgid=267675115&offset=0
Þessi kjóll er mjög plain og þægilegur. Hann er samt frekar stuttur þannig að ég verð eiginlega að vera í buxum við hann. Ég keypti hann í Zöru og hann kostaði rúmlega 2000 krónur.
http://www.picturetrail.com/gallery/view?&p=999&uid=9447243&gid=17250165&&imgid=267675109&offset=0
Þennan kjól keypti ég í Búlgaríu. Hann kostaði 3000 krónur. Ég féll aðallega fyrir litnum en einnig er sniðið á honum flott.
http://www.picturetrail.com/gallery/view?&p=999&uid=9447243&gid=17250165&&imgid=267675102&offset=0
Ég keypti þennan kjól þegar ég var 14 ára. Það er orðið mjög langt síðan ég klæddist honum síðast en ég hef samt alls ekki í hyggju að gefa hann eða henda honum!
http://www.picturetrail.com/gallery/view?&p=999&uid=9447243&gid=17250165&&imgid=267675096&offset=0
Þessi peysukjóll er tilvalinn fyrir veturinn, mjög hlýr og þægilegur. Ég fékk hann í Zöru og hann kostaði á bilinu 4000-5000 krónur.
http://www.picturetrail.com/gallery/view?&p=999&uid=9447243&gid=17250165&&imgid=267675087&offset=214
Ég keypti þennan kjól í Flash á útsölu í fyrra, hann kostaði aðeins 1000 krónur. Ég elska doppur þannig að ég varð hreinlega að kaupa hann :D
http://www.picturetrail.com/gallery/view?&p=999&uid=9447243&gid=17250165&&imgid=267675082&offset=214
Þetta er ekta sumarkjóll. Ég keypti hann í Vero Moda fyrir um tveimur árum og hann kostaði um 2500 krónur.
http://www.picturetrail.com/gallery/view?&p=999&uid=9447243&gid=17250165&&imgid=267675075&offset=214
Einn af mínum nýjustu kjólum, keypti hann um daginn í Flash á 2000 krónur. Mér finnst mynstrið mjög flott og síðan getur kjóllinn falið það sem maður vill ekki að aðrir taki eftir ;)
http://www.picturetrail.com/gallery/view?&p=999&uid=9447243&gid=17250165&&imgid=267670640&offset=214
Þennan kjól keypti ég í Ástralíu á þessu ári. Hann kostaði 1500 krónur. Ég gjörsamlega féll fyrir litnum. Hann er líka mjög þægilegur. Maður verður samt að vera í magabelti yfir kjólnum, annars lítur maður út fyrir að vera 500 kíló ;)
http://www.picturetrail.com/gallery/view?&p=999&uid=9447243&gid=17250165&&imgid=267670631&offset=214
Ég keypti þennan í Isis í fyrra á 9000 krónur. Hann er í rauninni svolítið plain en blómin gera mjög mikið fyrir hann að mínu mati.
http://www.picturetrail.com/gallery/view?&p=999&uid=9447243&gid=17250165&&imgid=267670623&offset=214
Þennan skyrtukjól keypti ég í Búlgaríu. Hann kostaði um 2500 krónur.
http://www.picturetrail.com/gallery/view?&p=999&uid=9447243&gid=17250165&&imgid=267670614&offset=315
Þessi kjóll er þægilegur og tilvalinn á djammið. Ég keypti hann í búð sem heitir JayaJays á Nýja-Sjálandi, æðisleg búð! Hann kostaði 1500 krónur.
http://www.picturetrail.com/gallery/view?&p=999&uid=9447243&gid=17250165&&imgid=267670602&offset=315
Þennan kjól keypti ég í Tælandi núna snemma í sumar, á einhverjum götumarkaði. Hann kostaði 1600 krónur, átti að kosta meira en ég náði að prútta smá, eins og tíðkast víða þar í landi =)
Jæja, þá er þetta komið í bili. Ég vona að þið hafið haft gaman af þessu. Þetta eru reyndar ekki allir kjólarnir mínir, sumir eru í þvotti og sumir eru heima hjá pabba sem býr úti á landi. :)
Takk fyrir lesturinn.
Kveðja
NoAngel
Ég finn til, þess vegna er ég