11 - Madonnu Kimonoið
Þessi er sá allra nýjasti, og ég dái hann :) Hann er úr Madonnu-collectioni H&M, og er nánast hnésíður, kolsvartur og sniðið að ofan er eins og Kimono. Hann er úr silkikenndu efni og hálsmálið nær vel niður á milli brjósta. Þykkur silkiborði í mittið.
H&M - ????kr.
12 - Rautt shift
Rauður stutterma kjóll úr TopShop. Hann er með svörtu oriental munstri og nær niður á mið læri. Hann er með svörtum hnöppum í bakið og er hálf gegnsær þannig að ég þarf að vera í svörtum hlírabol innanundir, eins ótrúlega dömulegt og það nú er. Nota hann sorglega sjaldan reyndar.
Topshop - ca. 6000kall
13 - Svartur pallíettukjóll
Ég keypti þennan fyrir unhverfistónleikana fyrir rúmu ári, þar sem Björk og Damien Rice voru meðal flytjenda. Hann er hnésíður og svartur, með síðum en hálfgegnsæjum ermum. Efri hlutinn er hálf víður og upp í háls, og ég var með þykkt svart belti í mittið. Framan á kjólnum og fremst á ermunum er munstur úr svörtum pallíettum.
Spútnik - ca. 7000kr.
14 - Baselitaði kjóllinn með gullinu
Nr. 14 er einn af mínum allra uppáhalds kjólum… hann er rúmlega hálfs árs núna, og ég nota hann enn meira en þegar ég keypti hann, sem er nokkuð merkilegt bara :) Hann er hnésíður og föl beislitaður (ljós, næstum hvítur en með grábrúnum tón) með ermum sem ná niður fyrir olnboga. Þar rykkjast þær. Síðan rykkist hann líka í mittinu, og þar er stórt og áberandi ísaumað stykki úr gylltum perlum sem gefur kjólnum mikinn svip.
Zara - 4-5þús.
15 - Svarti og hvíti galakjóllinn
Þessi gæi er eins í sniðinu og rauði galakjóllinn í fyrri greininni minni. Erma og hlíralaus (kemur semsagt bara beint yfir brjóstin) og þröngur niður að mitti þar sem að hnésítt hringskorið pils tekur við. Þessi kjóll er úr þykku og þungu hálf skrjáfandi efni, og er svartur að ofan, með pilsi sem skiptist í svört og hvít stykki sem snúast í sömu átt.
Spútnik - 9.500kr.
16 - Guli 60s kjóllinn
Þessi var jóla og áramóta dressið í ár. Hann er alveg beinn og nær rétt niður fyrir rass. Hann er með ermum niður fyrir olnboga og nær alveg upp að hálsi bæði að framan og aftan. Hann er úr silkikenndu efni og það fylgir með svartur silkiborði til að hafa í mittið. Kjóllinn er gulur, svartur og brúnn á litinn og er alvarlega sixtísmunstraður :) Ég dái hann.
-Oasis ca. 6000kr. minnir mig
17 - Túrkís útsölukjóllinn
Þessi var keyptur í flýti án þess að ég mátaði hann. Hann hékk á útsöluslá í Oasis og mig langaði bara í nýjan kjól en hafði engan tíma :p þannig að ég greip hann bara og reyndist vera heppin þar sem hann smellpassaði :) Hann er með stuttum en víðum ermum og er úr silkikenndu efni. Hann nær niður að hnjám og er með djúpu V-hálsmáli og er bundinn undir brjóstunum. Efnið er munstrað í bláum, túrkís og fjólubláum tónum.
Oasis - 3000kr.
18 - Svarti blöðrukjóllinn
Þennan kjól keypti ég fyrir afmæli vinkonu minnar. Hann er svartur og nær niður fyrir mið læri. Hann er jafn víður og tjald, en það gerir hann sjúklega flottan með belti í mittið eða undir brjóstin. Hann er með ferköntuðu hálsmáli…eða nokkuð flegnu sem nær beint yfir brjóstin og fer síðan beint upp að öxlum (týndi ég ykkur þarna?) Ermarnar eru blöðrusniðnar. Það sem setur megin-svipinn á kjólinn er breiður kantur neðst og í hálsmálinu sem er hvítur, svartur og ljósbrúnn, með eitthverju plöntumunstri.
Gallerí 17 - 6000kr.
19 - Dökk túrkís hlírakjóllinn
Þetta stykki er líka í miklu uppáhaldi. Hann nær niður á mið læri og er með þykkum svörtum hlírum. Hann er úr þunnu en jafnframt þungu og slinky bómullarefni þannig að hann fellur vel. Hann er dökk túrkíslitaður og alsettur svörtum litlum stjörnum eða eitthverju sem líta út eins og málningarslettur. Hann er með nokkra svarta hnappa að aftan.
TopShop - (mig minnir) 5000kr.
20 - Fjólublái blöðrukjóllinn
Yes, you read it… blöðrukjóll nr. 2. Hann er dökk/skær fjólublár og niður að hnjám. Það kemur saumur og rykking yfir mið brjóstin og síðan er hann víður og sniðlaus niður frá því, sem gerir hann fullkominn fyrir beltisnotkun :) Hann er með blöðruermum sem byrja ekki fyrr en á miðjum upphandleggnum…ermarnar eru venjulegar/þröngar frá öxlum og niður að blöðrunum.
H&M - ????kr.
Þetta voru næstu 10 kjólarnir mínir, og vonandi tekur fólk jafn vel í þetta og hina greinina. Ég er með nóg efni í enn aðra ef þið eruð ekki orðin of þreytt á þessu ;)
'The entire Fleet knows that this man tried to stab me through the neck. And you missed! Butterfingers!'