Nú er búin að vera svolítil “karakter kúl” tíska í gangi þ.e. sterkur karakter og sérstakur = flott týpa.
Oft svona Indie - Space - Old School - Hip Hop - ´80 - eitthvað. Er það að verða úrelt? Ég held að þetta hafi alltaf verið til staðar og þetta sé bara ekkert nýtt! Bara í örðuvísi bylgjum. Pönkarar voru allt annað en diskófólk og allir höfðu sinn sérstaka “stíl”. Siggi frá Vörtu hafði thing fyrir Spörtuskóm og Ella á Blómvallarstíg var eiginlega alltaf í rauða og græna pilsinu sem hún fékk í snobbbúð í London. Sumir hlutir breytast aldrei og vittu til, það verður ennþá sagt “allt gengur” eftir tíu ár en þá er ekki tekið inn í að krullað hár eins og amma er með, er ekki í tísku! Það eina sem virkilega sker sig úr er að vera “öðruvísi” og sumir gera þá miklu skissu að vera öðruvísi en þeir sjálfir eru… stÓr mistök!

Nú var ég að skoða mér gleraugu í dag (reyna að kaupa mér hamingju eins og svo oft áður). Þegar ég leit yfir búðina sá ég 3 gerðir að gleraugum, frá þúsund framleiðendum í mörgum þykktum, litum og stærðum. Þetta er ekki svo flókið.

Ég tók þann kostinn að bíða eftir næstu sendingu.