Ég mun samt bara skrifa um þessar helstu sem ég nota oft:P. Það er nú bara misjafnt hvar ég versla en þegar ég var yngri þótt mér Nikita voða flott, þær eru það nú alveg ennþá en ég er að fíla NakedApe betur og er að plana að festa kaup á einni fljótlega;). Lang flestar peysurnar mínar eru þó frá VeroModa undir merkinu Only.
1. Hauskúpu peysa
Þessa keypti ég í VeroModa og hún er hvít með rauðum og fjólubláum hauskúpum. Mér fannst hún bara svo krúttleg að ég keypti hana^^ kostaði 4000kr.
2. Blá hettupeysa
Þetta er bara svona meðal síð dökkblá hettupeysa frá VeroModa, mjög þægileg. kostaði 2500kr.
3. Dreamland
Það er frekar erfitt að útskýra litinn, svona eiturgreinn einhvern veginn..en hún er keypt í sömu búð og hinar tvær;). Ég man alls ekki hvað hún kostaði en giska á milli 2-3þús kr. Hún er í svona týpísku Sparkz sniði.
4. Ský peysa
Þessi er keypt í sömu búð, kostaði minnir mig 2000kr. og er fjólublá. Þetta eru allskonar fjólublá ský á þessari renndu hettupeysu og hún er voða mjúk og þægileg:P
5. Síð Nikita
Þessi er grá og frekar síð Nikita peysa[ekki nógu síður fyrir leggins þó] með grænum og svörtum stöfum. Kostaði 7000kr. og er voðalega töff og spes. Keypt í Retro.
6. Svört V-háls
Þessi var keypt í Dorothy Perkins á 2500kr. og er bara svona plain peysa með pínku littlum tölum á V-inu.
7. Græn, röndótt
Í tveimur tónum af grænum, Only peysa sem hefur kostað svona 2500-3000kr. Þægileg og mér fannst voða fyndið að sjá nákvæmlega eins peysu nema fjólubláa merkt Nikita á mun hærra verði í Retro:).
8. Græn Nikita
Voða flott peysa, Nikita munstur út um allt as often en það kemur samt vel út:P. Þessi kostaði nú brjálað mikið en mamma borgaði 50/50 fyrir mig:P. oki ekki brjálsast en hún kostaði 14.000þús. Ég held að ég kaupi nú samt ekki aftur svona dýra peysu en sé svo sem ekki eftir kaupunum.
Ég á fleiri peysur en þær eru flestar bara notaðar sem kúri peysur og eru sumar t.d. keyptar í stráka deildum:P. Eins og sést þá er ég kannski að versla peysurnar á frekar takmörkuðum stöðum en ég vel Only afþví mér finnst það flott og ódýrt merki.
Ég verð að senda inn mynd seinna afþví mamma mín tók myndavélina með sér til Englands:(
www.myspace.com/amandarinan