Ástin er dottin úr tísku
Ég var að horfa á Fashion TV um daginn. Það var verið að taka viðtal við einhvern ítalskan hönnuð og kíkt inn á sýningu hjá honum. Ég man ekki alveg hvað hann hét en hann gerði lítið annað en að tala um það hvað það væri mikil klisja og hversu ömurlegt það væri að nota svarta og dökka tóna í vetrarlínum sínum. Hann talaði um það að það gerði ekkert nema að draga fólk niður í þunglyndi og kom með þá fráleitu hugmynd (að mínu mati) að fólk ætti að klæðast heitari litum á veturnar. Þegar hann var spurður út í hvaða liti helst nefndi hann grænan og gulan en þvertók fyrir það að nota rauða liti og sagði að ástin er dottin úr tísku. Kommon. Hvaða fáviti vill ganga í svona æpandi litum þegar veturinn er runnin í garði, ég hélt að fötin ættu að ríma við umhverfið sem maðurinn er í en ekki að greina mann frá því.
Kannski eru veturnir mildari á Ítalíu og þettu myndi kanski frekar ganga að ganga í svoleiðis fötum þar, en samt. Og að útskúfa rauða litin frá vetrinum ég meina eigum við að hengja upp gul jólaskraut og kaupa appelsínugult jólatré og í staðin að byrja að láta framlæða rauða páskaunga.
Það eina sem ég meina með þessari grein er að ekki svissa litum á milli árstíða sama hvort það sé á Ítalíu eða Íslandi, smáíhaldsemi er í tísku þó svo að hönnuðir eigi að reyna að finna upp á einhverju nýju.
Endilega kommentið á þessa grein.