Allir eins? Ekki alveg
Ókei, mig langar aðeins að koma inn á þetta umræðuefni um að allir á Íslandi séu eins klæddir. Mér finnst einmitt vera frekar mikil fjölbreytni í fatasmekk Íslendinga og sá ég það eiginlega hvað best þegar ég fór til Svíþjóðar um daginn. Þar eru allir strákarnir eins og bassaleikarinn í skítamóral!!! Ég er ekki að fíflast…þeir voru allir eins. Auðvitað er þetta algjör alhæfing og allt það en ég kann ekki við þegar fólk er að segja að allir á Íslandi séu eins…því fjölbreytnin er mikil.