Tattoo (Húðflúr) Hér áður fyrr þótti ljótt að vera með Tattoo. Einungis sáust sjómenn og einstaka aðrir menn með tattoo! Fólki fundust tattoo vera ljót og subbuleg. Fólk var hrætt við að fá sýkingar og þess háttar..
En nú hefur þetta aldeilis breyst til hins betra. Þetta er orðið tíska! Það liggur við að fimmta hver manneskja sem maður þekkir sé með tattoo. Sumir fá sér bara eitt lítið og sérstakt.. aðrir fá sér fleiri..
Það eru til margar ástæður fyrir því að fólk fær sér tattoo. Flestir gera það nú bara vegna þess að þeim finnst það flott, sem er gott mál. Aðrir fá sér svoleiðis vegna þess að allir aðrir eru að fá sér.. Maður verður að vera alveg viss þegar maður fær sér tattoo að maður sé alveg 100% viss um að maður vilji fá sér og maður viti að þetta verður þarna alla æfi! Og auðvitað verður maður að vanda valið á sjálfu húðflúrinu, því ekki vill maður sitja uppi með eitthverja mynd eða annað sem maður er svo ekkkert ánægður með!
Ég er sjálf með 3 tattoo. Fékk mér það fyrsta fyrir 3 árum og á afmæli kattarins mins. Fékk mér litla sæta kisu. Passaði mig að velja eitthvað sem ég myndi ekki sjá eftir og eitthvað sem var ekki of stórt. En eftir þetta fyrsta þá varð ég bara veik.. varð að fá fleiri ;) Fékk mér svo 2 í viðbót seinna og ætla mér að fá mér fleiri þegar ég hef efni á því..
En ég mæli ekki með jurtartattoo-unum Þau fara jú eftir 3 ár.. en það eru víst alltaf eitthvað eftir af tattoo-inu þarna í skinninu..


Heimasíða Helga & Óskars Tattoo www.tattoo.is (Þar sem ég hef fengið mér mín tattoo) Þarna eru líka fleiri linkar á tattoo síðu