Þar sem nútímasamfélag er rosalega frjálst og mikið af mismunandi tískum og útliti þá er það samt sem áður ekki laust við ýmsa fordóma og ýmiskonar rökvillur í sambandi við sum útlit. “Goth” og “Pönk” er t.d. rosalega oft misskilið og oft talinn “óholl” tíska. Ég vil samt taka það fram að ég er ekki að fara að útskýra þessar tvær tískur eða alhæfa, þetta er bara byggt á minni reynslu.
Fyrir fólk sem sér mig koma oft kannski 3 tískufyrirbrigði fyrst í huga, þ.e. “Goth”, “Pönkari” eða hið mjög óvinsæla orð “Mansonisti”. Þar af leiðandi langar mig gefa smá ráð og líka leiðrétta ýmsar villur í hugsunum manna.
T.d. þegar fólk ákveður að taka af sér augabrúnirnar algjörlega og teikna aðrar í staðinn. Það er mjög algengt að fólki finnist það fremur fráhrindandi því það gengur um sögusögnin um að þær komi bara ALDREI aftur ef þær eru rakaðar af. Þetta er rangt. Það fer algjörlega eftir því hvernig þú tekur þær af.
Ég t.d. er ekki með augabrúnir. Ég tók bara upp sköfu og rakaði þær af. Þær vaxa alltaf aftur. Ég hef meira að segja gert þetta áður en lét þær vaxa aftur og þær voru alveg nákvæmlega eins og þær voru þegar ég rakaði þær af. Auðvitað þarf að plokka og lita en það er aukaatriði. Aftur á móti, ef þú PLOKKAR eða VAXAR þær af, þá eru mjög miklar líkur á að þær komi aldrei aftur. Hársekkirnir eru mjög grunnt í húðinni og þú gætir hreinlega skemmt þá með þessu.
Staðreynd: Ef þú RAKAR augabrúnir af, þá koma þær aftur.
Það er rosalega algeng hugsun líka að ef þú litar á þér hárið svart einu sinni, þá er bara no going back nema með því að steikja algjörlega á sér hárið. Þetta er rangt að ákveðnu leyti. Ef þú litar það einu sinni svart þá er ekkert svaka mál að fara aftur til baka, en það er ágætis vesen ef þú vilt fara beint í hvítt. Ef þú aftur á móti ert búin/nn að lita mjög oft á þér hárið svart, reglulega í nokkur ár, þá er mjög erfitt að t.d. aflita án þess að skemma hárið. Það tekur nokkrar tilraunir og hárið er ljótt á milli. En ég tel það ólíklegt að mjög margir vilji fara beint úr svörtu yfir í hvítt.
Oft er líka talið að það að fá sér göt sé afskaplega hættulegt. Sumir foreldrar eru rosalega harðir á því að leyfa börnunum sínum EKKI fá sér göt. Auðvitað á ekki að leyfa börnunum fá sér göt annarsstaðar en í eyru fyrir 18 ára aldur því það gæti komið fyrir að krakkarnir fái leið á því og hafa þá kannski ör. Það er líka bara staðreynd að krakkar sem eru á 14-16 ára aldrinum eru ekki mikið að einbeita sér að því að hreinsa, þar af leiðandi er mikil sýkingarhætta. Að fá sér göt er mjög mikil skuldbinding og það þarf að hugsa rosalega vel um þau á meðan þau eru að gróa. En algengasta rökvillan er sú að ef að einhver fær sýkingu í gatið þá þurfi bara að skera eyrað af. Það er ekkert mál að losna við sýkingu með réttri meðferð og að hreinsa vel og reglulega, en ef þú gjörsamlega hundsar gatið og leyfir sýkingunni vera, þá, já, getur þurft að skera af, en þá þarf líka afskaplega mikið kæruleysi.
Oft er líka hræðsla manna fengin af foreldrum. Ekki alltaf trúa mömmu og pabba, þau eru fólkið sem ljúga mest af þér alla þína ævi. Jafnvel þótt þau segja að þessi og þessi snyrtifræðingur segi hitt og þetta um þetta og hitt, þá þarf það ekki að vera satt. Oft þarf fólk að finna rétta svarið annarsstaðar en heima hjá sér, því foreldrar reyna oft að hindra börnin sín í því að gera ýmislegt sem þeim sjálfum finnst skrítið, óeðlilegt eða heimskulegt. En ekki fara að öskra eða æpa. Og ALLS EKKI gera eitthvað BARA til að pirra mömmu og pabba! Þetta er ÞINN líkami og ÞÚ þarft að lifa í honum, ekki foreldrar þínir. Hugsaðu þig vel um áður en þú gerir eitthvað því það gæti haft áhrif á alla þína ævi.
Fordómar manna mega ekki vera þarna vegna þekkingarleysis eða dómgreindarleysis. Fólk þarf að passa sig að kanna allar hliðar áður en það gerir eða segir eitthvað. En hér er kannski svolítið skemmtilegur listi yfir það sem ég hef upplifað:
Ef þú ákveður að raka af þér augabrúnirnar, æfðu þig að teikna þær á fyrst. Ekkert er ljótara en skakkar augabrúnir.
Það er ekki flott að vera með línur niður eftir andlitinu og svo svartann varalit. Það er afskaplega óaðlaðandi.
Ef þú ert búinn að nota gerviaugnhár í nokkur ár þá tekuru kannski eftir því að það er búið að fækka örlítið í þínum alvöru augnhárum XD
Það er erfitt að viðhalda svörtu naglalakki. Það molnar mjög fljótt af.
Ef þú vilt setja upp death-hawk (þykkari týpa af hanakamb) þá þarftu að túbera fyrst og nota svo andskoti mikið af hárspreyi og þurrka spreyið með hárblásara. Þá helst það betur.
Ekkert í þessarri grein var alhæfing. Endilega koma með fleiri ábendingar.