Það getur vel verið að ég sé bara að bulla en þetta eru hugsanir mínar. Ég hef lengi pælt í því hvað í tískunni er geðveiki og hvað ekki..
Ok, sumt er kannski allt í lagi, eins og að mála sig á morgnanna og gera eitthvað fínt í hárið og finna föt sem passa við o.s.frv. En hvað með allt hitt? Það er svo margt sem flokkast undir tísku, nefnum smá:..Föt, útlit, rakstur, krem, líkamsbygging, hárumhirða, matarræði, lýtaaðgerðir, snyrtivörur, ilmvötn, skartgripir, átraskanir og svo miklu, miklu fleira.
En það er erfitt að setja mörkin á hvar í tískunni ertu komin yfir strikið sem stendur “Geðveiki”?
Sumir vilja segja að með því að hlaupa inn í búðirnar um leið og þú sérð eitthvað í þinni stærð eða týpu, aðrir vilja meina að það sé orðin hreinasta geðveiki að verða fyrir átröskunum, og sumir segja að það sé ekki einu sinni orðin geðveiki. Að byrja morgunin á því að fá sér að borða og kasta svo upp, mála sig síðan og þannig áfram talið..er það geðveiki? Að kasta upp eftir hverja máltíð? Eða er þetta bara ósköp eðlilegt? Ég er ALLS EKKI að gefa í skyn að ég sé á móti fólki sem hefur orðið fyrir þessu!!!
En lýtaaðgerðir, þá meina ég botox, silicon, og þannig lagað.. er það fulllangt gengið? Eða bara eðlilegt? Það er náttúrulega krabbameinsvaldandi svo eitthvað sé nefnt..
Snyrtivörurnar? Að mála sig á morgnanna í framan eins og Barbie-dúkka og líta út fyrir að vera með grímu fyrir andlitinu því skilin sjást svo vel? Eðlilegt, eða ekki?
En fatatískan? Að hlaupa á milli búða mörgum sinnum á dag, í allar dýrustu búðirnar og kaupa dýrasta og flottasta fyrir mánaðarlaunin, er það fulllangt gengið?
Það eru varla til svör við þessu en það eru eflaust margir sem eru að spá í þessu sama..Hvað er nóg? Hvað er eðlilegt? Hvað er of langt gengið eða hreinlega bara too much!?
Þetta var smá pæling og ég vill endilega fá ykkar svör við þessu.
Takk fyrir.