Ef Íslendingar tækju sig nú saman og hættu að kaupa föt erlendis frá og færu að sauma allt á sig sjálfir og myndu leggja það fyrir sig að framleiða föt sauma þau og hanna allt sjálfir?
Mér finndist það geðveikt, að leggja metnað í það eins og í að rækta fiskistofna. Að þetta yrði eitt af aðalþjóðartekjum, þar sem við erum nú fremur hugmyndarík þjóð myndi ég halda.
Þetta er að sjálfsögðu ekki auðvelt að koma þessu á framfæri en þetta væri alveg hægt með tíma og þrautseygju eins og allt annað í þessu lífi.
Ég myndi fýla það ef að við myndum koma okkar merki eins langt og DKNY, Karen Millen, Calvin Klein eða Levi's það yrði bara geðveikt, því það er ekkert spennandi að búa í landi sem er þekkt fyrir fisk, fisk, fisk og meiri fisk jú og kannski fyrir að hér búi mikið af ljóshærðum stelpum.
Auka fjölbreytnina, ég hugsa að þetta myndi ekki skaða neitt að setja okkur þetta takmark, þetta myndi að sjálfsögðu auka atvinnumöguleika fólks hér á landi og minnka atvinnuleysi.
Eða hvað endilega komið með ykkar álit, kannski eru þetta bara óraunhæfir draumórar hjá mér…….dunno!