
Í þessum greinadálki var til dæmis talað um það að einhverjir gotharar væru að hoppa á fólk í Kringlunni o.s.frv. Þrátt fyrir það að einhverjir gotharar kunni ekki alveg að haga sér innanum annað fólk er óþarfi að áfellast alla gothara. Það er eins og að halda því fram að úrþví að sumt kvenfólk selur sig, þá selji allt kvenfólk sig!
Einnig þótti mér gæta þess að fólk héldi að gotharar væru nær allir djöfladýrkendur. Þetta, eins og svo margt annað er reginmisskilningur. Þó einn eða tveir chokóar séu í krossinum þýðir það ekki að allir chocóar séu í krossinum. Goth er ekki eitthvað til að vera hræddur við. Goth er það að sjá fegurð í því sem er dökkt. Hér ætla ég að vísa í texta við tvö lög sem mér þykja í senn fögur og sorgleg, ég vona að einhver ykkar hafi hug í sér til að lesa þá.
http://www.geocities.com/darkpandora/SuicideAndOtherComforts.html
http://www.landoflyrics.com/music/cradle/lyrics/song5-2.htm
Mig langar bara til að árétta það að gotharar eru margir hverjir vænsta fólk og eru ekkert verri en hver annar. Goth er að mörgu leyti mara dekkri útgáfa af rómantísku stefnunni sem var svo rík með fólki