Ég veit ekki hvort hér er enn sama fólkið og fyrir réttu ári síðan, en ég var að leita í gegnum gamla pósta hér á Huga og rakst á póst undir nafninu Goth ? Í þessari grein og svörum við henni gat ég ekki annað en lesið mikla fordóma og misskilning. Ég myndi víst teljast til þess hóps sem í daglegu tali er kallað gotharar. Jú, ég klæði mig í svört föt, er með svart hár, er föl og mála mig í afgerandi dökkum litum. En gerir það mig að verri manneskju en ef ég fylgdi straumnum og væri í þröngum fötum í skærum litum? Ég á kött og hross og hugsa vel um bæði dýrin. Samband mitt við foreldra mína er til muna betra en hjá mörgum jafnöldrum mínum. Ég drekk hvorki né reyki og hvað þá að ég sé í einhverju rugli.
Í þessum greinadálki var til dæmis talað um það að einhverjir gotharar væru að hoppa á fólk í Kringlunni o.s.frv. Þrátt fyrir það að einhverjir gotharar kunni ekki alveg að haga sér innanum annað fólk er óþarfi að áfellast alla gothara. Það er eins og að halda því fram að úrþví að sumt kvenfólk selur sig, þá selji allt kvenfólk sig!
Einnig þótti mér gæta þess að fólk héldi að gotharar væru nær allir djöfladýrkendur. Þetta, eins og svo margt annað er reginmisskilningur. Þó einn eða tveir chokóar séu í krossinum þýðir það ekki að allir chocóar séu í krossinum. Goth er ekki eitthvað til að vera hræddur við. Goth er það að sjá fegurð í því sem er dökkt. Hér ætla ég að vísa í texta við tvö lög sem mér þykja í senn fögur og sorgleg, ég vona að einhver ykkar hafi hug í sér til að lesa þá.
http://www.geocities.com/darkpandora/SuicideAndOtherComforts.html
http://www.landoflyrics.com/music/cradle/lyrics/song5-2.htm
Mig langar bara til að árétta það að gotharar eru margir hverjir vænsta fólk og eru ekkert verri en hver annar. Goth er að mörgu leyti mara dekkri útgáfa af rómantísku stefnunni sem var svo rík með fólki